Verðmætaskapandi landbúnaður
Líftæknifyrirtækið Ísteka er nýsköpunarfyrirtæki sem vinnur verðmætt lyfjaefni úr gjafablóði íslenskra hryssa. Nánast allar afurðir eru fluttar úr landi og skapa gjaldeyristekjur. Fyrirtækið velti um 1,7 milljörðum króna í fyrra en hjá því starfa um 40 manns. Um helmingur þeirra er háskólamenntaður.