Breyta þarf regluverki þannig að bændur geti slátrað sínum lömbum í „örsláturhúsum“
Hjónin Sigríður Helga Heiðmundsdóttir og Viðar Hafsteinn Steinarsson eru öflugir bændur á bænum Kaldbak á Rangárvöllum í Rangárvallasýslu þar sem þau eru með fjölbreyttan búskap, eða sauðfjárbúskap, hrossarækt, skógrækt, ferðaþjónustu og auk þess eru þau í smá verktakastarfsemi, sem tengist aðallega skógrækt.