Rökstuddur grunur um blóðþorra
Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, hefur greinst í eldisfiski úr sjókví Laxar fiskeldis ehf. í Reyðarfirði. Ef greiningin sem nú liggur fyrir reynist rétt er þetta í fyrsta sinn sem sjúkdómsvaldandi afbrigði ISA-veirunnar greinist í laxi hér á landi.