Er lífrænt dýrara?
Oft kemur verð á matvælum fram í almennri umræðu hér á landi, ekki síst á verðbólgutímum sem nú. Sú skoðun er ríkjandi að lífrænt vottuð matvæli séu dýrari, og að sumra mati of dýr til að geta orðið almennur valkostur.
Oft kemur verð á matvælum fram í almennri umræðu hér á landi, ekki síst á verðbólgutímum sem nú. Sú skoðun er ríkjandi að lífrænt vottuð matvæli séu dýrari, og að sumra mati of dýr til að geta orðið almennur valkostur.
Heimsmarkaður fyrir lífrænt vottaðar vörur hefur meira en fjórfaldast frá árinu 2001. Framleiðendum hefur fjölgað og land hagnýtt til lífrænnar ræktunar, beitar og jurtasöfnunar vaxið hröðum skrefum.