Fjölbreytileiki íslenska sauðfjárins
Nú eru hrútarnir nýbúnir eða í óðaönn að efna í lömb næsta vors. Hvað þá kemur skemmtilegt og fallegt er ekki gott að segja en hitt er víst að í íslenska fjárstofninum býr mikil erfðafjölbreytni sem ugglaust mun skila sér í vor eins og hingað til. Fjölbreytileikinn í litum og ullargerð er mikill og margir fjáreigendur eru farnir að láta sig litina ...