Úr þörungum má framleiða lífeldsneyti og prótein sem dygði fyrir alla heimsbyggðina
Fjöldi fólks hefur vaxandi áhyggjur af því magni koltvísýrings (CO2) sem er dælt út í andrúmsloftið. Ástæðan eru breytingar á veðurfari og hlýnun loftslags. Umræðan hefur samt oft þróast út í miklar öfgar og hástemmt orðskrúð svo mörgum er farið að þykja nóg um. Nær ekkert er þó rætt um að mun mikilvirkari lofttegund, súrefnið, hefur farið þverrand...