Framleiða íslenskar tómatasultur með mið-amerískum blæ
Mæðgurnar Andrea Maria Sosa Salinas og Silvia Dinora Salinas Martinez eru búsettar í Borgarnesi en koma frá El Salvador í Mið-Ameríku. Nýverið hófu þær framleiðslu á handgerðum tómatasultum úr tómötum og blanda saman við þá alls kyns kryddum. Vinsældirnar létu ekki á sér standa og nú framleiða þær mæðgur fjórar tegundir af tómatasultum án aukaefna ...