711 fjölskyldur eiga sjö milljarða á erlendum bankareikningum
Skattframtöl Íslendinga gefa til kynna að hagur landsmanna sé almennt að batna. Rétt rúmlega 700 fjölskyldur á Íslandi eiga samtals sjö milljarða króna á erlendum bankareikningum. Þetta kemur fram í grein eftir Pál Kolbeins, rekstrarhagfræðing hjá Ríkisskattstjóra, í Tíund, fréttablaði Ríkisskattstjóra.