Herbarium Islandicum
Þegar talað er um þurrkuð plöntusöfn getur verið um að ræða plöntuhluta eða heilar plöntur sem hefur verið safnað, þær þurrkaðar og oftast settar upp á pappír til varðveislu og rannsókna. Í öðrum tilfellum eru varðveitt eintök geymd í umslögum eða kössum og á það oft við um söfn af mosum og sveppum.