Sjúkdómar í trjáplöntum
Pöddur, sjúkdómar og sveppir eru yfirleitt óvelkomnir gestir í garð- og skógrækt sem flestir vildu vera lausir við. Staðreyndin er aftur á móti sú að með hlýnandi loftslagi mun óværum af þessu tagi fjölga hér á landi á næstu árum og áratugum. Þetta var umræðuefnið á haustþingi Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi sem haldið var fyrir skömmu.