Góð uppskera í repju og byggi
Feðgarnir Ólafur Eggertsson og Páll Eggert Ólafsson, bændur á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, segja ræktun á repju og korni hafa gengið mjög vel í sumar. Þeir hófu þreskingu á repju í þurrki og góðu veðri 27. ágúst. Síðan kom smá stopp vegna rigningar en 4. og 5. september létti til og var þá hægt að halda áfram og í bygginu líka.