Norskar sætar kartöflur frá Bjertnæs & Hoel á markað
Fram til þessa hafa allar sætkartöflur sem seldar eru í verslunum í Noregi verið innfluttar en nú verður breyting á. Eftir fimm ára tilraunastarfsemi og kostnað upp á um 140 milljónir árlega hefur fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel tekist að rækta rótargrænmetið í Noregi og koma því á markað.