Svínakjöt er í fyrsta sinn í sögunni komið fram úr íslensku kindakjöti í sölu
Framleiðsla á kjöti á Íslandi dróst saman um 2,1% á síðasta ári og kjötsalan dróst saman um 5,4%, samkvæmt tölum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins. Athygli vekur að sala á kindakjöti, sem áður fyrr var langmest selda kjötafurð landsmanna, er nú í fyrsta sinn komin niður í þriðja sæti, á eftir alifuglakjöti og svínakjöti.