Sushi og safaríkar steikur
Túnfiskur er sælkerafæða. Hann er ómissandi í sushi-rétti og safaríkar steikur sem gefa nautakjöti lítt eftir. Vel að merkja er hér ekki verið að tala um allar túnfisktegundir, heldur eingöngu bláuggatúnfisk. Aðrar túnfisktegundir enda helst í dós.