Nýr opinn skrúfuhreyfill á þotur sagður geta minnkað eldsneytisnotkun um 20%
General Electric og franska fyrirtækið Safran kynntu í júní síðastliðnum áform um tilraunasmíði „opins skrúfuhreyfils“ sem á að geta dregið úr eldsneytisnotkun farþegaþotna og mengun um 20%. Var þetta kynnt um leið og greint var frá framlengingu á sögulegu samstarfsverkefni félaganna í gegnum fyrirtækið CFM International til 2050.