Umræðan um loftslagsmál hefur oft og tíðum einkennst af upphlaupum og upphrópunum
Framlög til skógræktar á Íslandi náðu hámarki 2005 en hafa dregist saman síðan þá miðað við verðlag. Meiri mælingar vantar um bindingu CO2 við endurheimt votlendis. Að sögn skógræktarstjóra er mikið talað á Íslandi um aðgerðir til að binda CO2 úr andrúmsloftinu en lítið sé um aðgerðir.