Urðun á lífrænum úrgangi verður bönnuð á næsta ári
„Meðhöndlun lífræns úrgangs, líkt og gert er í Moltu, skilar miklum umhverfisávinningi þar sem losun gróðurhúsalofttegunda af lífrænum úrgangi minnkar umtalsvert samanborið við hefðbundna urðun. Fyrir hvert kíló af matarleifum sem fara í jarðvegsgerð minnkar losun á CO2 út í andrúmsloftið um rúmlega eitt kíló,“ segir í frétt á vefsíðu Vistorku.