Umsögn Landssamtaka sauðfjárbænda um frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum
Stjórnvöld og bændur undirrituðu nýja búvörusamninga þann 19. febrúar 2016. Þar á meðal samning um starfsskilyrði sauðfjárræktar og rammasamning fyrir landbúnaðinn í heild. Sauðfjársamningurinn var samþykktur með 60,4% gildra atkvæða í almennri atkvæðagreiðslu en rammasamningurinn var samþykktur á Búnaðarþingi 2016.