Úr sarpi Bændablaðsins: Ekki steinn yfir steini
Trúin á mátt steina var almenn hér á landi fyrr á öldum og náttúrusteinar taldir til ýmissa hluta nytsamlegir og gæddir töframætti. Sumum steinum fylgdi hamingja og gæfa, öðrum lækningamáttur eða peningar og enn aðrir voru til þess ætlaðir að vernda menn fyrir ásóknum drauga eða illra anda.