Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hvítidalur 2
Bóndinn 28. nóvember 2022

Hvítidalur 2

Þau hjónin Þorbjörn Gerðar og Dögg Ingimundardóttir búa á Hvítadal 2 í Saurbæ og fáum við að líta í heimsókn.

Býli? Hvítidalur 2, Saurbæ Dalasýslu.

Ábúendur? Dögg Ingimundardóttir og Þorbjörn Gerðar.

Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við hjónin og svo börnin okkar Victor Breki (21), Karen (18), Birna Rós (13) og Gerðar Freyr (3) en svo eigum við líka alveg helling í Þorsteini Fannari (19). Einnig eigum við hundana Mikka, Skottu, Vask, Kat og Bósa og kettina Camillu og Rupp.

Stærð jarðar? Rúmir 600 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú en eigum þó líka 6 hesta og 6 hænur.

Fjöldi búfjár? Í kringum 200 vetrarfóðrað, stefnum þó á fjölgun.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Yfir vetrarmánuðina þaf að byrja á að koma yngri börnunum í skólabílinn, eftir það förum við í fjárhúsin og lítum eftir hrossum og hænsnum og gefum þar sem þarf, því næst reynum við að dytta að því sem þarf og sinna öðrum tilfallandi verkefnum.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Sauðburðurinn er alltaf mjög yndislegur tími en einnig er mjög gaman þegar heyskapur gengur vel.

Leiðinlegustu bústörfin eru án efa að hirða rúllurnar heim eftir góðan heyskap.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi bara nokkuð svipað fyrir utan að við stefnum á að fjölga aðeins ef vel gengur.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Smjör, ostur, mjólk ásamt endalausum sultukrukkum.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Ærfille með heimagerðri bernaise og kartöflum klikkar ekki og í uppáhaldi hjá öllum á heimilinu.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Ætli það hafi ekki verið í vor þegar það snjóaði. Þegar 5 dagar voru búnir af sauðburði þurftum að taka inn allt lambfé og 2/3 af kindunum báru á 3 sólarhringum með allt inni. Það var orðið frekar lítið pláss í húsunum en sem betur fer skánaði veðrið hratt eftir það.

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...