Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Reykir
Bóndinn 5. nóvember 2020

Reykir

Dagur er fæddur og uppalinn á Reykjum og tók við búinu af móður sinni árið 2018. Í kringum 2015 var gamla fjósinu breytt úr hesthúsi í nautahús og  keyptar voru holdakýr og íslenskir smákálfar til kjötframleiðslu. 

Með búskapnum er Dagur í sánings- og rúlluverktöku. Elín, móðir Dags, var byrjuð í skógrækt árið 2009 og er áætlað um 80 ha í skógrækt. Rebekka er uppalin í Hrísey. Hún flutti í Reyki til Dags í mars á þessu ári en bjó síðast í Svarfaðardal.

Býli:  Reykir.

Staðsett í sveit:  Lýtingsstaðahreppi hinum forna, Skagafirði.

Ábúendur: Dagur Torfason og Rebekka Rún Helgadóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Dagur, Rebekka, Ingigerður, systir Dags, kötturinn Óskar og tíkin Aría.

Stærð jarðar?  Jörðin er um 450 ha auk upprekstrarlands á Mælifellsdal.

Gerð bús? Nautakjötsframleiðsla, skógrækt og verktaka.

Fjöldi búfjár og tegundir? Um 100 nautgripir, 10 hestar, 11 hænur, 70.000 býflugur og nýlega 6 kindur.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Gjafir bæði inni í fjósi og úti hjá kúnum. Svo er unnið í tilfallandi verkefnum yfir miðjan daginn sem stjórnast eftir árstíma.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Leiðinlegast þykir okkur þegar kýrnar eru ekki á sínum stað innan girðingar, þær rekast illa eða ekki neitt. 

Að slá þegar er góð uppskera og gefa vel heppnað fóður er skemmtilegast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði, vonandi verða holdakýrnar orðnar eitthvað fleiri og betra nauthús komið í notkun. Möguleikar á ferðaþjónustu eru einnig til staðar.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu á íslenskum búvörum?  Helstu tækifærin eru kornrækt til manneldis, vinnsla og sala beint frá býli og skógrækt. Annars eru tækifærin endalaus.

Að fá tæki til að kyngreina sæði ætti að vera eitt stærsta hagsmunamál íslenskra kúabænda. Það gæti hraðað kynbótum í mjólkurframleiðslu og hver einasti íslenski nautkálfur í kjötframleiðslu gæti verið af holdakyni.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ab-mjólk, mjólk, ostur, smjör, skyr, lifrarpylsa.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Nautasteik með bernes.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar ein kvígan festi söltunartunnu á hausnum á sér og endaði úti í á. Þar stóð hún þar til henni var komið til bjargar stuttu síðar.

Best í heimi að búa í sveit
Bóndinn 11. apríl 2025

Best í heimi að búa í sveit

Nú kynnast lesendur búskapnum á Lynghóli í Skriðdal en þar er fjölbreytnin í fyr...

Nýfædd folöld toppurinn
Bóndinn 21. mars 2025

Nýfædd folöld toppurinn

Hrossin eiga hug og hjarta fjölskyldunnar á Nautabúi í Hjaltadal. Geta lesendur ...

Hagræðing í stækkun
Bóndinn 7. mars 2025

Hagræðing í stækkun

Í Köldukinn stendur stór- og glæsibýlið Kvíaból en það var útnefnt fyrirmyndarbú...

Verndum allan landbúnað
Bóndinn 21. febrúar 2025

Verndum allan landbúnað

Nú kynnast lesendur kúabúinu á Sólheimum í Hrunamannahreppi þar sem laxveiðar er...

Sól í hjarta, sól í sinni
Bóndinn 7. febrúar 2025

Sól í hjarta, sól í sinni

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, eigandi Sólskins grænmetis, hefur í mörgu að ...

Samstaða skiptir máli
Bóndinn 27. janúar 2025

Samstaða skiptir máli

Hjónin Rósa Birna Þorvaldsdóttir og Þór Jónsteinsson reka hrossaræktar- og sauðf...

Mykjubras og menntun
Bóndinn 10. janúar 2025

Mykjubras og menntun

Næstu daga geta lesendur kynnst búskapnum á Hvanneyrarbúinu á Instagram Bændabla...

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...