Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Auðkúla 1
Mynd / Aðsent
Bóndinn 21. desember 2020

Auðkúla 1

Ásgeir tekur við búinu af foreldrum sínum 2013. Karen flytur á Auðkúlu 2018. 

Býli:  Auðkúla 1.

Staðsett í sveit:  Við Svínavatn í Húnavatnshreppi, 541 Blönduós.

Ábúendur: Ásgeir Ósmann Valdemarsson og Karen Ósk Guðmundsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum tvö börn. Emil Jóhann, tæplega 2 ára og Dagbjörtu Ósk, 9 mánaða. Gæludýr eru heimiliskötturinn Tumi, tíkurnar Tara og Kristal og fjósakötturinn Birgitta.

Stærð jarðar?  250 hektarar.

Gerð bús? Nautakjötsframleiðsla.

Fjöldi búfjár og tegundir?  Höldum rúmlega 100 holdakúm undir naut þetta haustið. Heildarfjöldi nautgripa 200–250 eftir árstíma. 

Eigum 8 hross okkur til gagns og gamans.

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Er til eitthvað sem heitir hefðbundinn vinnudagur í sveitinni? Gjafir kvölds og morgna allt árið en þess á milli er það mjög árstíðabundið og fjölbreytt.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegasta starfið er að taka á móti sprækum kálfum þegar allt gengur vel. Annars eru allflest störfin skemmtileg ef vel gengur.

Leiðinlegast eru heilsufarstengd vandamál hjá gripunum og að elta óþekkar kvígur.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Meiri og betri húsakostur fyrir kýrnar. Meiri túnrækt heima við og vonandi verður Angus-blóðið orðið ríkjandi í hjörðinni.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?  Sjáum tækifæri í sölu á vöru beint frá býli. Styttri leið frá bónda til neytanda. Þurfum að halda áfram á sömu braut varðandi hreinleika afurða okkar. Minnkum innflutning og einblínum frekar á að framleiða úrvals vöru innanlands. 

Þurfum einnig að huga að aukinni framleiðslu korns til manneldis svo íslenskur landbúnaður standist samkeppni vegna breytinga á neysluvenjum fólks.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? AB mjólk og nýmjólk.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grillað folaldakjöt og tilheyrandi með því.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Mörg skemmtileg atvik en efst í minni okkar er þegar við slepptum Mætti (hreinræktuðum Angus bola) í kýr síðastliðið haust.

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...

Endalaus verkefnalisti
Bóndinn 16. ágúst 2024

Endalaus verkefnalisti

Ofaldar hryðjuverkahænur, rótargrænmeti, ferðamenn og kindur þrífast vel á Þurra...

Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...