Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Syðra Langholt
Bóndinn 1. ágúst 2017

Syðra Langholt

Fjölskyldan að Syðra Langholti telur tækifæri fyrir allar landbúnaðarafurðir til staðar. Þetta snúist bara um markaðssetningu.
 
Býli: Syðra Langholt
 
Staðsett í sveit: Hrunamannahreppi.
 
Ábúendur: Sigmundur Jóhannesson, Arna Þöll Sigmundsdóttir, Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson og Svava Marý Þorsteinsdóttir. 
 
Stærð jarðar? 118 hektarar.
 
Gerð bús? Hrossabú og ferðaþjónusta.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 100 hross.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? 
Byrjað á morgnana að reka heim leiguhestana og þar á eftir tamningahrossin. Svo er tamið og þjálfað fram á kvöld.
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin?
Skemmtilegast er að þjálfa góðan hest en leiðinlegast að skítherfa túnin.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár?
Með svipuðu sniði, bara stærra hlutfall af betri hestum í hjörðinni.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda?
Okkur finnst vanta meiri samstöðu í bændastéttina.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? 
Honum mun vegna vel því hreinleiki landbúnaðarvara hér er hvað bestur í heiminum og fólk er að verða meira og meira meðvitaðra um mikilvægi þess.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara?
Það eru tækifæri fyrir allar landbúnaðarafurðir. Þetta snýst bara um góða markaðssetningu. 
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? 
Mjólk, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu?
Grillað lambakjöt.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? 
Þegar hryssan okkar hún Gleði fór í 8,45 í aðaleinkunn í kynbótadómi.
Svín og korn
Bóndinn 12. júlí 2024

Svín og korn

Bændurnir í Laxárdal stunda svína- og kornrækt en lesendur munu geta fylgst með ...

Góð samvinna
Bóndinn 28. júní 2024

Góð samvinna

Þau Eyjólfur Ingvi Bjarnason og Guðbjört Lóa Þorgríms- dóttir tóku við búinu Ásg...

Reksturinn í góðum höndum
Bóndinn 14. júní 2024

Reksturinn í góðum höndum

Bústjóri og fjósameistari Flateyjar á Mýrum taka nú við keflinu en lesendur geta...

Með korn og kýr í haga
Bóndinn 31. maí 2024

Með korn og kýr í haga

Nú kynnast lesendur búskapnum á Reykjahlíð í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en við ...

Bjartsýnir geitabændur
Bóndinn 17. maí 2024

Bjartsýnir geitabændur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Gilhaga í Öxarfirði, en við gefum Brynjari Þór V...

Starfinu fylgja forréttindi
Bóndinn 29. apríl 2024

Starfinu fylgja forréttindi

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir býr í Breiðargerði í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Ska...

Dýrmæt samvinna
Bóndinn 15. apríl 2024

Dýrmæt samvinna

Þórdís Halldórsdóttir bóndi kynnir lesendum búskap sinn á Ytri-Hofdölum í Skagaf...

Verðmæti til í öllu
Bóndinn 22. mars 2024

Verðmæti til í öllu

Grænegg eiga sér tæplega 70 ára fjölskyldusögu í hænsnarækt auk þess sem Sveinbj...