Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þernunes
Mynd / Þernunes
Bóndinn 23. mars 2017

Þernunes

Steinn er fæddur og uppalinn á Þernunesi og tók við búinu árið 2012 en Valdís flutti þangað 2013. 
 
Býli:  Þernunes 2.
 
Staðsett í sveit: Í sunnanverðum Reyðarfirði. 
 
Ábúendur: Steinn Björnsson og Valdís Hermannsdóttir.
 
Fjölskyldustærð (og gæludýra): Steinn á tvö börn úr fyrra sambandi, Lilju, 14 ára og Marinó, 10 ára, svo eigum við saman Hermann, sem er að verða 8 mánaða. Við eigum tvo smalahunda, Dropa og Grímu og einn sparihund, Skottu.
 
Stærð jarðar?  1.200 ha.
 
Gerð bús? Sauðfjárbú.
 
Fjöldi búfjár og tegundir? 540 fjár og nokkrir hestar.
 
Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum?
Gjafir kvölds og morgna og þess á milli er árstíðabundnum störfum sinnt, ásamt því að hestarnir eru hreyfðir. 
 
Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt skemmtilegt, en bara misjafnlega mikið, skemmtilegustu störfin eru þó klárlega sauðburður og smalamennskur ásamt heyskap í góðri tíð. Leiðinlegast er þegar búféð veikist eða slasast.
 
Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Í mjög svipuðu sniði eins og hann er núna, en þá ætlum við að vera komin með góða aðstöðu fyrir hestana og ríða meira út.
 
Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við höfum ekki miklar skoðanir á félagsmálum bænda.
 
Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef haldið er rétt á spöðunum, þá ætti honum að vegna vel í framtíðinni, til þess þurfa stjórnvöld og bændur að vinna vel saman. Það þarf að halda á lofti gæðum og hreinleika íslenska landbúnaðarins.
 
Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Helstu tækifærin eru í raun útlendingar sem eru staddir á Íslandi, að fæða ferðamenn.
 
Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, bæði frá MS og Örnu, súrmjólk, smjör og ostur.
 
Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Allar afurðir sauðkindarinnar.
 
Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Við munum svo sem ekki eftir neinu sérstöku, en sauðburðurinn í fyrra var einstaklega góður.                  

5 myndir:

Á kafi í hrossarækt
Bóndinn 20. desember 2024

Á kafi í hrossarækt

Þau Hannes og Ástríður á Ási 2 víla ekki margt fyrir sér. Húsdýrin, sem eru allt...

Þegar kýrhausar komu saman
Bóndinn 6. desember 2024

Þegar kýrhausar komu saman

Á Syðri-Hömrum 3 í Ásahrepp gengur búskapurinn sinn vanagang og hefur húsfreyjan...

Fjölbreyttir vinnudagar
Bóndinn 22. nóvember 2024

Fjölbreyttir vinnudagar

Þau Unnur Jónsdóttir og Símon Bergur Sigurgeirsson á Lundi í Lundarreykjadal hóf...

Leigja jörð og rekstur
Bóndinn 25. október 2024

Leigja jörð og rekstur

Nú kynnast lesendur búskapnum á Flugumýri í Blönduhlíð í Skagafirði og geta í kj...

Sauðfé passleg stærð
Bóndinn 11. október 2024

Sauðfé passleg stærð

Hjónin Jón Atli Jónsson og Bryndís Karen Pálsdóttir reka sauðfjárbúið Gröf í Ska...

Blómlegt býli
Bóndinn 27. september 2024

Blómlegt býli

Freydís Gunnarsdóttir er tiltölulega nýtekin við rekstri Gróðrarstöðvarinnar Árt...

Göngur og góður reiðtúr
Bóndinn 13. september 2024

Göngur og góður reiðtúr

Á Fjöllum 2 í Kelduhverfi stunda Berglind Ýr Ingvarsdóttir og Jóhannes Guðmundss...

Farsæl gúrkutíð
Bóndinn 30. ágúst 2024

Farsæl gúrkutíð

Gúrkuplantan vex hratt á garðyrkjustöðinni Gufuhlíð í Biskupstungum en fjölskyld...