Æfi fótbolta og fimleika
Ásta Marín er mikil stuðstelpa sem á heima í Grafavogi, með mömmu, pabba, tveimur stórum systrum, tveimur kisum og einum hundi. Hún æfir fótbolta og fimleika með Fjölni og elskar að dansa. Ásta á rosa margar góðar vinkonur.
Nafn: Ásta Marín Einarsdóttir.
Aldur: 9 ára að verða 10 ára.
Stjörnumerki: Vog.
Búseta: Grafarvogur.
Skóli: Rimaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir eru skemmtilegastar.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Api.
Uppáhaldsmatur: Pitsa.
Uppáhaldshljómsveit: Uppáhaldstónlistarmaðurinn minn er Laddi.
Uppáhaldskvikmynd: Edward Scissorhands.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var lítil og fór út með ruslið með mömmu.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og fimleika en langar líka að æfa dans og frjálsar. Ég kann að spila á blokkflautu.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða hárgreiðslukona, leikskólakennari og þjálfari í ræktinni.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að hoppa í stóran skafl og gera snjóengil bara á stuttbuxum og bol, og svo líka fullt af öðru sem er leyndó.
Ætlar þú að gera eitthvað skemmtilegt um páskana? Vonandi að fara á Vattarnes til ömmu og afa.
Næst » Ásta Marín skorar á Emil Kára Arnarson að svara næst.