Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Ég fermdist og fór til Færeyja
Fólkið sem erfir landið 6. nóvember 2014

Ég fermdist og fór til Færeyja

Ásta Þorbjörg man eftir gamla ofninum þegar hún var eins árs. Hún vonast til að verða fugla- eða náttúrufræðingur. 

Nafn: Ásta Þorbjörg Ingólfsdóttir.

Aldur: 14 ára.

Stjörnumerki: Fiskarnir.

Búseta: Móðir jörð.

Skóli: Finnbogastaðaskóli.

Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt.

Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Mörgæs.

Uppáhaldsmatur: Tortilla.

Uppáhaldshljómsveit: The Wanted eða One Direction.

Uppáhaldskvikmynd: Mr.Poppers penguins eða Shaun of the dead.

Fyrsta minning þín? Ég man í rauninni ekkert eftir neinu þegar ég var barn en ég man eftir gamla ofninum sem við áttum þegar ég var eins árs.

Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Já ég æfi frjálsar og ég var að byrja að æfa á hljóðfæri.

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Vonandi fugla- eða náttúrufræðingur.

Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fyrir tveimur árum fórum ég og vinir mínir að renna okkur á sleða niður ísilagða brekku. Ég fór fyrst og ég held ég hafi dáið í 10 sekúndur þegar ég var komin niður. Það voru svo miklar holur og margir stökkpallar í brekkunni að ég fór í arabastökk og vann örugglega heimsmeistaratitil í loftsnúningum. Það fyndna var reyndar að ég meiddi mig ekki neitt.

Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Tekið til í herberginu mínu.

Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar?  Já ég fermdist og ég fór með foreldrum mínum til Færeyja.

Arnór Elí
Fólkið sem erfir landið 6. janúar 2025

Arnór Elí

Nafn: Arnór Elí Þórarinsson.

Kristján Eldur
Fólkið sem erfir landið 18. desember 2024

Kristján Eldur

Nafn: Kristján Eldur Patreksson.

Brynjar Freyr
Fólkið sem erfir landið 20. nóvember 2024

Brynjar Freyr

Nafn: Brynjar Freyr Gunnarsson Berg. Aldur: 4 ára. Stjörnumerki: Naut.

Þórdís Laufey
Fólkið sem erfir landið 23. október 2024

Þórdís Laufey

Nafn: Þórdís Laufey Ragnarsdóttir.

Framtíðarjárnsmiður
Fólkið sem erfir landið 25. september 2024

Framtíðarjárnsmiður

Hann Vésteinn er mikill áhugamaður um gítarspil og skrímsli, auk þess að hafa mi...

Tilvonandi dýraþjálfari
Fólkið sem erfir landið 11. september 2024

Tilvonandi dýraþjálfari

Hún Þórhalla Lilja er hress og kát átta ára stelpa sem er mikil söngkona, tónlis...

Hress og kátur
Fólkið sem erfir landið 28. ágúst 2024

Hress og kátur

Hann Ari Kolbeinn býr í sveit nálægt Egilsstöðum og æfir með íþróttafélaginu Het...

Dýravinur
Fólkið sem erfir landið 14. ágúst 2024

Dýravinur

Glódís er að verða 6 ára í ágúst og unir sér best í kringum dýrin sín. Hún laðar...