Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Hallgerður Hafþórsdóttir
Fólkið sem erfir landið 22. maí 2014

Hallgerður Hafþórsdóttir

Nafn: Hallgerður Hafþórsdóttir.
Aldur: Þriggja ára en ég á bráðum afmæli og þá verð ég fjögurra ára.
Stjörnumerki: Ég er í tvíburamerki.
Búseta: Í Skipholti í Reykjavík og líka í Sjávarslóð í Flatey.
Skóli: Leikskólinn minn heitir Grænaborg.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Vinir mínir, Róska og Herdís, og líka svona ferðir. Bráðum förum við á bóndabæ.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kisa og líka litlu lömbin mín, Askur og Gráni.
Uppáhaldsmatur: Fiskur, karrífiskur.
Uppáhaldshljómsveit: Rokk og ról.
Uppáhaldskvikmynd: Frozen.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi stundum Latabæ, ég kann slitt (splitt). Ég kann líka að spila á gítar.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að vera bóndi með afa í Flatey eða kannski líka lögga.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að sprauta með nýju vatnsbyssunni minni á fólk.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Einu sinni fór ég á sleða og datt af honum og fór að gráta. Það var mjög leiðinlegt.
Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Fara í sund og sprauta á mömmu mína, svo ætla ég að fara í Flatey með Baldri.

Arnór Elí
Fólkið sem erfir landið 6. janúar 2025

Arnór Elí

Nafn: Arnór Elí Þórarinsson.

Kristján Eldur
Fólkið sem erfir landið 18. desember 2024

Kristján Eldur

Nafn: Kristján Eldur Patreksson.

Brynjar Freyr
Fólkið sem erfir landið 20. nóvember 2024

Brynjar Freyr

Nafn: Brynjar Freyr Gunnarsson Berg. Aldur: 4 ára. Stjörnumerki: Naut.

Þórdís Laufey
Fólkið sem erfir landið 23. október 2024

Þórdís Laufey

Nafn: Þórdís Laufey Ragnarsdóttir.

Framtíðarjárnsmiður
Fólkið sem erfir landið 25. september 2024

Framtíðarjárnsmiður

Hann Vésteinn er mikill áhugamaður um gítarspil og skrímsli, auk þess að hafa mi...

Tilvonandi dýraþjálfari
Fólkið sem erfir landið 11. september 2024

Tilvonandi dýraþjálfari

Hún Þórhalla Lilja er hress og kát átta ára stelpa sem er mikil söngkona, tónlis...

Hress og kátur
Fólkið sem erfir landið 28. ágúst 2024

Hress og kátur

Hann Ari Kolbeinn býr í sveit nálægt Egilsstöðum og æfir með íþróttafélaginu Het...

Dýravinur
Fólkið sem erfir landið 14. ágúst 2024

Dýravinur

Glódís er að verða 6 ára í ágúst og unir sér best í kringum dýrin sín. Hún laðar...