Krossarinn er uppáhalds
Lárus á heima á Syðri-Fljótum ásamt fjölskyldu sinni.
Hann á eina eldri systur sem heitir Svanhildur. Hún er best.Honum finnst mjög skemmtilegt í fótbolta og hjálpar oft til heima við búskapinn og heimilisstörfin.
Hann fer út að keyra á krossaranum sínum alltaf þegar hann getur.
Nafn: Lárus Guðbrandsson.
Aldur: 12 ára.
Stjörnumerki: Tvíburi.
Búseta: Syðri-Fljótar Skaftárhreppi.
Skóli: Kirkjubæjarskóli á Síðu.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Lömbin á vorin.
Uppáhaldsmatur: Purusteik.
Uppáhaldshljómsveit: Hlusta lítið á tónlist.
Uppáhaldskvikmynd: Home alone.
Fyrsta minning þín? Leika við Stellu og Sigga á leikskólanum.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Blak og fótbolta, líka sund og frjálsar þegar það er í boði.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Stærri.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Hoppa út í Eldvatnið með Jóni Óskari, Þorsteini Birni og Svanhildi þegar ég var ca 8 ára.
Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt á nýju ári? Keyra krossarann, stækka, fara til Berlínar og margt fleira skemmtilegt.
Næst » Lárus skorar á Jóhönnu Ellen Einarsdóttur, bekkjarsystur sína.