Mikill dýravinur
Sara Hlín er kát og skemmtileg stelpa. Hún er mikill dýravinur og finnst skemmtilegt að prjóna og föndra.
Nafn: Sara Hlín Sigurðardóttir.
Aldur: 10 ára.
Stjörnumerki: Meyja.
Búseta: Ég bý í Grafarvoginum í Reykjavík.
Skóli: Rimaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Textíll.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Fíll, en af heimilisdýrum þá er það köttur og hundur. Svo hef ég gaman af hestum.
Uppáhaldsmatur: Sushi.
Uppáhaldshljómsveit: Billie Eilish.
Uppáhaldskvikmynd: Cruella.
Fyrsta minning þín? Þegar ég var fjögurra ára og fékk bangsa frá mömmu og pabba.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta með Fjölni og spila á þverflautu.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Kennari sem kennir textíl.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Man ekki eftir neinu.
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt um jólin? Ég ætla að vera heima með fjölskyldunni og hafa það notalegt.
Næst » Ég skora á Albert Hellsten Högnason að svara næst.