Skemmtilegast í stærðfræði
Sindri Jóel býr á Laugum í Þingvallasveit. Honum finnst skemmtilegast í stærðfræði og uppáhaldsmaturinn er slátur.
Nafn: Sindri Jóel Hjartarson.
Aldur: 6 ára, verð 7 ára í nóvember.
Stjörnumerki: Sporðdreki.
Búseta: Á heima á Laugum í Þingeyjarsveit.
Skóli: Þingeyjarskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmtilegast í stærðfræði.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Það er hundur.
Uppáhaldsmatur: Það er sko slátur.
Uppáhaldshljómsveit: Jón Jónsson.
Uppáhaldskvikmynd: Hin ótrúlegu 2.
Fyrsta minning þín? Ég veit það ekki.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta og frjálsar og er að fara að læra á gítar í vetur.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Flugmaður, held ég.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Veit ekki.
Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Leika mér, fara á fótboltaæfingar og fara til Reykjavíkur.