Yngstur í karlakórnum
Mikael Jens býr í Fljótum í Skagafirði sem löngum hafa verið talin snjóþyngsta sveit landsins. Hann er einn af átta Molastaðasystkinum og veit fátt betra en að hitta bændurna í sveitinni í útibúi Kaupfélags Skagfirðinga á Ketilási.
Hann er yngsti meðlimur Karlakórs Fjallabyggðar og sækir æfingar á Siglufirði einu sinni í viku.
Nafn: Mikael Jens Halldórsson.
Aldur: 15 ára.
Stjörnumerki: Steingeit.
Búseta: Molastaðir, Fljótum.
Skóli: Grunnskóli austan Vatna, Hofsósi.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Náttúrufræði, samfélagsfræði, efnafræði.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kýr.
Uppáhaldsmatur: Heimagerð bjúgu.
Uppáhaldshljómsveit: Elton John.
Uppáhaldskvikmynd: Lord of the Rings.
Fyrsta minning þín? Ég var inni í dráttarvélinni með pabba að rúlla.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég stunda enga íþrótt og spila á engin hljóðfæri.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Stjórnmálamaður og lögfræðingur.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að smala í klettum.
Gerðir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Fór á Vestfirði og skoðaði heimabæ Gísla á Uppsölum.
Næst » Mikael skorar á Herdísi Lilju Valdimarsdóttur, Sólheimum, Sæmundarhlíð, að svara næst.