Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hekluð krukka
Hannyrðahornið 17. ágúst 2015

Hekluð krukka

Höfundur: Elín Guðrúnardóttir
Þegar líða fer á sumarið hefst tími kertaljósa og kósýheita. Eitt sem er í uppáhaldi hjá mér er að hekla utan um krukkur og setja kertaljós í. Birtan af kertaloganum kemur svo fallega í gegn um heklaða mynstrið og skuggamynstrið sem er umhverfis krukkuna er enn fallegra. 
 
Best er að nota rafmagnskerti í heklaðar krukkur. Ef notuð eru venjuleg kerti skal ætíð fylgjast vel með.
 
Garn: 
Maxi heklgarn frá garn.is
Nál: 2 mm
Fleiri uppskriftir að hekluðum krukkum er hægt að kaupa á www.garn.is eða fá sem kaupbæti með keyptu heklgarni.
 
Uppskriftin er skrifuð þannig að hægt sé að nota hana á ólíkar stærðir af krukkum.
 
Botninn:
Heklið 20 ll, tengið í hring með kl í 1. ll.
 
1. umf: Heklið 3 ll (telst sem 1 st), 34 st inn í hringinn, lokið umf með kl í 3. ll. (35 st) 
2. umf: Heklið 3 ll (telst sem 1 st), 1 st í næstu 2 st, 2 st í næsta st, *1 st í næstu 3 st, 2 st í næsta st* endurtakið frá * til * út umf, það er ekki hægt að klára þetta út alla umf og því endar þessi umf á 1 st í næstu 2 st, 2 st í seinasta st, lokið umf með kl í 3. ll. (44 st) 
3. umf: Heklið 3 ll (telst sem 1 st), 1 st í næstu 2 st, 2 st í næsta st, *1 st í næstu 3 st, 2 st í næsta st* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með kl í 3. ll. (55 st) 
Endurtakið 2. og 3. umferð þar til botninn er kominn í rétta stærð. Botninn á að vera aðeins minni en botninn á krukkunni. 
Til þess að mynstrið gangi upp verður stuðlafjöldinn í seinustu umferðinni af botninum að vera deilanlegur með 4. Í síðustu umferð verður því að reikna út hversu mörgum stuðlum er bætt við í þeirri umferð.
 
Mynstrið:
5. umf: Heklið 3 ll (telst sem 1 st), 1 st í sömu lykkju, 2 ll (kallast ll bil), 2 st einnig í sömu lykkju, *hoppið yfir 3 st, í 4. st frá nálinni gerið þið 2 st, 2 ll, 2 st*, endurtakið frá * til * út umferðina, lokið umf með kl í 3. ll.
6. umf: Færið ykkur yfir í næsta ll bil með kl, 3 ll (telst sem 1 st), 1 st, 2 ll, 2 st í sama ll bil, *1 ll, hoppið yfir í næsta ll bil, 2 st, 2 ll, 2 st* endurtakið frá * til * út umf, lokið umf með kl í 3. ll.
Endurtakið 6 umf þar til heklaði hólkurinn er orðinn það langur að hann nær næstum upp í topp.
ATH. Ég vil hafa heklið þröngt utan um krukkuna og því hekla ég ekki alveg upp í topp heldur það langt að ég geti togað hólkinn upp í topp, mér finnst mynstrið njóta sín betur þannig.
 
Krukkunni lokað:
Þið getið annað hvort lokað krukkunni undir skrúfganginum eða heklað yfir skrúfganginn. Ég hekla yfir skrúfganginn á stærri krukkum en ekki á þeim minni.
 
7. umf: Færið ykkur yfir í næsta ll bil með kl, 3 ll (telst sem 1 st), 1 st, 2 ll, 2 st í sama ll bil, *hoppið yfir í næsta ll bil, 2 st, 2 ll, 2 st* endurtakið frá * til * út umf, lokið með kl í 3. ll.
8. umf: Færið ykkur yfir í næsta ll bil með kl, 3 ll (telst sem 1 st), 3 st í sama ll bil, gerið 4 st í hvert ll bil út umf, lokið umf með kl í 3. ll.
ATH. Þar sem við erum farin að þrengja hólkinn utan um krukkuna verðið þið að setja hólkinn utan um krukkuna áður en 8. umf er lokað. Annars mun þetta ekki komast utan um hana.
Ef þið ætlið að hekla yfir skrúfganginn farið þá yfir 9. og 10. umferð og klárið uppskriftina. Ef þið ætlið að hekla upp að skrúfgangi þá hættið þið eftir 10. umferð.
9. umf: 2 ll (telst sem 1 hst), 1 hst í hvern st fyrri umf, lokið umf með kl. í 2. ll.
10. umf: 1 ll, 1 fp í sömu lykkju, 1 fp í næstu 3 hst, 2 fp saman, *1 fp í næstu 4 hst, 2 fp saman*, endurtakið frá * til * út umferðina, lokið umf með kl í 1. fp
11. umf: 3 ll (telst sem 1 st), heklið 2 st saman, *2 st, heklið 2 st saman* umf endar á 1 st og er lokað með kl í 3. ll. (51 st)
12. umf: 3 ll (telst sem 1 st), st í hvern st út umf, lokið umf með kl í 3. ll. (51 st)
Endurtakið 12. umf þar til þið eruð samsíða brúninni á krukkunni, það er betra að vera rétt fyrir neðan hana frekar en að fara yfir hana. Að lokum er svo hekluð úrtaka til þess að stykkið tolli á krukkunni.
13. umf: 1 ll, 1 fp í sömu lykkju, 1 fp í næstu 3 st, 2 fp saman, *1 fp í næstu 4 st, 2 fp saman*, endurtakið frá * til * út umferðina, lokið umf með kl í 1. fp.
Þá ætti hólkurinn að vera fastur á krukkunni.
 
Heklkveðja,
Elín Guðrúnardóttir

3 myndir:

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024