Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hlýr strákajakki
Hannyrðahornið 26. mars 2015

Hlýr strákajakki

Höfundur: Inga Þyri Kjartansdóttir
Nú á þessum kalda og vindasama vetri er gott að eiga hlýja og mjúka vetrarflík.
 
Ekki vilja allir krakkar hafa lopa næst sér og því kemur sér vel að hafa Gipsy garnið sem er til í mörgum fallegum litum, sjá útsölustaðina og litina á www.garn.is.
 
Stærð
2-3, 4-5, 6-7 ára.
 
Efni : Kartopu Gipsy
no 410 Mosagrænn 3-4 dokkur
no 25 Kremhvítt 1 dokka
no 1001 Ljósgrátt 1 dokka.
Nógur afgangur er í húfu ef vill.
Annars ótal litasamsetningar að eigin vali í boði.
Tölur 5–6 stk. sjá www.garn.is Töluland, mikið úrval af tölum og upplýsingar um sölustaði.
 
Prjónar
Hringprjónn og sokkaprjónar nr 7.
Heklunál nr 5.
Prjónafesta 12 l og 17 umferðir slétt prjón gera 10x10 sm.
 
Aðferð
Bolurinn er prjónaður í hring á hringprjóninn og ermarnar á sokkaprjóna upp að handveg, þá er flíkin sameinuð á einn hringprjón.
 
Bolur:
Fitjið upp 65-71 -78 lykkjur á hringprjón nr 7 með mosagrænum og prjónið perluprjón 6 umferðir fram og til baka. Tengið nú í hring og og bætið við 1 lykkju við samskeytin og sú lykkja er prjónuð brugðin upp alla flíkina en telst ekki með í lykkjufjölda, er notuð til að sauma í þegar peysan er klippt í sundur. Prjónið nú 1 umferð slétt í hring og aukið út um 7-7-6 lykkjur þá eiga að vera 72-78-84 lykkjur á prjóninum. Prjónið nú mynstur nr 1. Í fyrstu umferð eftir mynstur þarf að auka út um 1 lykkju í hvorri hlið fyrir stærð 4-5 og 6-7 til að lykkjufjöldinn passi fyrir mynstrið í axlarstykkinu. Þannig verða 72-80-86 lykkjur á prjóninum.
 
Að því loknu er prjónað slétt upp að höndum 32-35-38 sm eða eins og þið viljið hafa peysuna síða. Í síðustu umferðinni eru settar 6 lykkjur í hliðunum á hjálparprjón þannig: Brugðna miðjulykkjan að framan er ekki talin með. 15-17-18 lykkjur framstykki 6 lykkjur á band/nælu, 30-34-38 lykkjur  bakstykki 6 lykkjur á band/nælu, og 15-17-18 lykkjur framstykki. Geymið bolinn og prjónið ermar.
Ermar: Fitjið upp á sokkaprjóna nr 7, 20-24 26 lykkjur með mosagrænu, prjónið perluprjón í hring 6 umferðir. Prjónið nú 1 umferð slétt og aukið út um 4-6-4 lykkjur þá eiga að vera 24-30-30 lykkjur á prjónunum. Prjónið nú mynstur 1 og  í annarri umf eftir mynstur er aukið út á miðri undirermi um 2 lykkjur.
 
Prjónaðar 6-8-10 umferðir slétt og aukið út um 2 lykkjur á undirerminni, endurtekið 1-2-3 sinnum  enn.
Prjónið nú þar til ermin mælist 31-34-37 sm eða eins langa og þið viljið hafa hana. Í síðustu umferðinni eru 6 lykkjur undir miðri erminni settar á band/nælu. Geymið og prjónið hina ermina eins.
Axlarstykki:  Axlarstykki er prjónað eftir mynstri nr 2 og tekið úr eftir því.  
Sameinið nú ermar og bol á hringprjóninn þ.e. framstykki , ermi, bakstykki, ermi og hitt framstykkið.
Prjónið nú 3-5-7 umferðir slétt með græna litnum.
Prjónið nú mynstur nr 2 og takið úr eftir skýringarmyndinni.
Prjónið síðan perluprjón fram og til baka sem kraga 7 umferðir og aðrar sléttar 7 umferðir , fellið svo laust  af.
 
Frágangur:
Lykkið saman undir höndum og gangið frá lausum endum.
Saumið niður sitt hvoru megin við brugðnu lykkjuna á saumavél tvisvar með þéttu spori og tvinna í sama lit og garnið.
 
Klippið milli saumanna.
 
Heklið listann með fastahekli fram og til baka og gerið ráð fyrir 5-5-6 hnappagötum með jöfnu millibili á vinstra kanti fyrir strák og hægri fyrir stelpu. Tvær umferðir á tölukantinn en 3 umferðir á hnappagatakantinn og hnappagötin gerð í annarri umferð.
 
Festið tölur á móti. Líka má setja rennilás fyrir þá sem það vilja frekar. Saumið niður kragann á röngunni og dragið hann aðeins sama ef ykkur finnst hann of víður.
 
Góða skemmtun.
         

4 myndir:

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...

Búðarháls
Hannyrðahornið 27. ágúst 2024

Búðarháls

Uppskrift að vesti fyrir Ullarviku á Suðurlandi 2024