Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Jólasokkur fyrir hnífapörin
Hannyrðahornið 8. desember 2015

Jólasokkur fyrir hnífapörin

Höfundur: Guðrún María

Hugmyndina af þessum sokk sá ég á netinu í fyrra. Þykir þetta skemmtileg skreyting á jólaborðið en þar sem ég fann ekki uppskrift, setti ég þessa saman. 

Garnið í sokkana fáið þið hjá Handverkskúnst og endursöluaðilum víða um land. Á heimasíðunni www.garn.is finnið þið lista yfir endursöluaðila okkar. 

Garn:  Kartopu Kar-Sim

- Litur 1: rauður nr KS150, 1 dokka

- Litur 2: hvítur nr KS010, 1 dokka

Prjónar: Sokkaprjónar nr 3,5

Prjónfesta:

28 lykkjur slétt prjón = 10 sm

Skammstafanir:

L – lykkja / lykkjur

2Ss – prjónið 2 lykkjur slétt saman

Kaðll:

Umferð 1-6: Prjónið *1L slétt, 1L brugðin, 4L slétt, 1L brugðin* Endurtakð *-* út umferðina

Umferð 7: Prjónið *1L slétt, 1L brugðin, setjið 2 lykkjur á hjálparprjón fyrir framan stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt og síðan lykkjurnar af hjálparprjóni slétt, 1L brugðin* Endurtakið frá *-* út umferðina

Aðferð:

Sokkurinn er prjónaður í hring á sokkaprjóna. Hællinn er mótaður með styttum umferðum.

Fitjið upp 24 lykkjur með lit 2 og prjónið stroff, 14 umferðir (2L slétt og 2L brugðið). Skiptið yfir í lit 1 og prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 4 lykkjur = 28 lykkjur á prjóninum.

Prjónið 2 kaðla + fyrstu 2 umferðir af 3ja kaðli en þá er komið að hæl.

Hæll:

Hællinn er prjónaður í garðaprjóni (allar umferðir slétt prjón) með styttum umferðum yfir 13 lykkjur (færið fyrstu lykkju á prjóni 1 yfir á hægri prjón og prjónið hæl yfir næstu 13 lykkjur):

Umferð 1: Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir á vinstri prjóni, takið lykkjuna óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 2:   Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir á vinstri prjóni, takið lykkjuna óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 3: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 2 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.

Umferð 4: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á vinstri prjónim, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 2 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.

Umferð 5: Prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 3 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.

Umferð 6: Prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 3 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.

Umferð 7: Prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 4 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.

Umferð 8: Prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 4 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.

Nú byrjum við að taka lykkjurnar sem geymdar voru í umferðunum á undan aftur með í prjónið.

Umferð 9: Prjónið 6 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 10: Prjónið 7 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 11: Prjónið 8 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 12: Prjónið 9 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 13: Prjónið 10 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 14: Prjónið 11 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 15: Prjónið 12 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Umferð 16: Prjónið 13 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.

Nú hefur hællinn verið mótaður. Haldið áfram að prjóna kaðlamunstur þar sem frá var horfið (byrjið á umferð 3 í kaðli). Þegar prjónaðir hafa verið 6 kaðlar (talið frá stroffi) hefst úrtaka á tá.

Úrtaka:

Prjónið *2Ss, 2S* endurtakið *-* út umferðina

Prjónið *2Ss, 1S* endurtakið *-* út umferðina

Prjónið 2Ss út umferiðna

Slítið bandið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Gangið frá endum, þvoið sokkinn og leggið til þerris.

 

Prjónakveðja,

Guðrún María

www.garn.is

Endurlit
Hannyrðahornið 19. mars 2025

Endurlit

Þessi peysa er endurunnin, var hönnuð fyrir nokkrum áratugum en ástæða þótti til...

Hettutrefill
Hannyrðahornið 5. febrúar 2025

Hettutrefill

Hettutreflar eru mjög vinsælir núna. Þessi er prjónaður úr DROPS Daisy og DROPS ...

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.