Jólasokkur fyrir hnífapörin
Hugmyndina af þessum sokk sá ég á netinu í fyrra. Þykir þetta skemmtileg skreyting á jólaborðið en þar sem ég fann ekki uppskrift, setti ég þessa saman.
Garnið í sokkana fáið þið hjá Handverkskúnst og endursöluaðilum víða um land. Á heimasíðunni www.garn.is finnið þið lista yfir endursöluaðila okkar.
Garn: Kartopu Kar-Sim
- Litur 1: rauður nr KS150, 1 dokka
- Litur 2: hvítur nr KS010, 1 dokka
Prjónar: Sokkaprjónar nr 3,5
Prjónfesta:
28 lykkjur slétt prjón = 10 sm
Skammstafanir:
L – lykkja / lykkjur
2Ss – prjónið 2 lykkjur slétt saman
Kaðll:
Umferð 1-6: Prjónið *1L slétt, 1L brugðin, 4L slétt, 1L brugðin* Endurtakð *-* út umferðina
Umferð 7: Prjónið *1L slétt, 1L brugðin, setjið 2 lykkjur á hjálparprjón fyrir framan stykkið, prjónið 2 lykkjur slétt og síðan lykkjurnar af hjálparprjóni slétt, 1L brugðin* Endurtakið frá *-* út umferðina
Aðferð:
Sokkurinn er prjónaður í hring á sokkaprjóna. Hællinn er mótaður með styttum umferðum.
Fitjið upp 24 lykkjur með lit 2 og prjónið stroff, 14 umferðir (2L slétt og 2L brugðið). Skiptið yfir í lit 1 og prjónið 1 umferð slétt og aukið út um 4 lykkjur = 28 lykkjur á prjóninum.
Prjónið 2 kaðla + fyrstu 2 umferðir af 3ja kaðli en þá er komið að hæl.
Hæll:
Hællinn er prjónaður í garðaprjóni (allar umferðir slétt prjón) með styttum umferðum yfir 13 lykkjur (færið fyrstu lykkju á prjóni 1 yfir á hægri prjón og prjónið hæl yfir næstu 13 lykkjur):
Umferð 1: Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir á vinstri prjóni, takið lykkjuna óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.
Umferð 2: Prjónið slétt þar til 1 lykkja er eftir á vinstri prjóni, takið lykkjuna óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.
Umferð 3: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 2 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.
Umferð 4: Prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir á vinstri prjónim, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 2 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.
Umferð 5: Prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 3 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.
Umferð 6: Prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 3 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.
Umferð 7: Prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 4 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.
Umferð 8: Prjónið slétt þar til 4 lykkjur eru eftir á vinstri prjóni, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón (nú eru 4 lykkjur á vinstri prjóni) Snúið við.
Nú byrjum við að taka lykkjurnar sem geymdar voru í umferðunum á undan aftur með í prjónið.
Umferð 9: Prjónið 6 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.
Umferð 10: Prjónið 7 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.
Umferð 11: Prjónið 8 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.
Umferð 12: Prjónið 9 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.
Umferð 13: Prjónið 10 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.
Umferð 14: Prjónið 11 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.
Umferð 15: Prjónið 12 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.
Umferð 16: Prjónið 13 lykkjur slétt, takið næstu lykkju óprjónaða yfir á hægri prjón, setjið bandið fram fyrir prjóninn og færið lykkjuna til baka yfir á vinstri prjón. Snúið við.
Nú hefur hællinn verið mótaður. Haldið áfram að prjóna kaðlamunstur þar sem frá var horfið (byrjið á umferð 3 í kaðli). Þegar prjónaðir hafa verið 6 kaðlar (talið frá stroffi) hefst úrtaka á tá.
Úrtaka:
Prjónið *2Ss, 2S* endurtakið *-* út umferðina
Prjónið *2Ss, 1S* endurtakið *-* út umferðina
Prjónið 2Ss út umferiðna
Slítið bandið frá og dragið bandið í gegnum lykkjurnar sem eftir eru. Gangið frá endum, þvoið sokkinn og leggið til þerris.
Prjónakveðja,
Guðrún María
www.garn.is