Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Lambhúshetta og vettlingar
Hannyrðahornið 1. febrúar 2016

Lambhúshetta og vettlingar

Höfundur: Sára Mrdalo

Hér er prjónauppskrift að lambhúshettu og vettlingum.

Stærð: 

2-4 (6-8) ára.

Prjónar: Sokkaprjónar og hringprjónar nr. 3 og 3,5

Prjónfesta: 22 lykkjur á prjóna nr. 3,5 í sléttu prjóni með munstri = 10 cm á breiddina.

Garn:  Navia Duo. Fæst hjá Handverkskúnst, www.garn.is.

- Blá húfa: blár nr. 212, ljósblár nr. 211, grænn nr. 217. 1 dokka af hverjum lit

- Bleik húfa: Bleikur nr. 215 , appelsínugulur nr. 230 , fjólublár nr. 219. 1 dokka af hverjum lit.

Húfa:

Fitjið upp 90 (102) lykkjur á hringprjón nr. 3 með grænu/fjólubláu, tengið í hring og prjónið 13 umf. slétt, 1 umf. brugðið og síðan 13 umf. slétt. Skiptið yfir á hringprjón nr. 3,5 og prjónið samkvæmt munstri. Þegar komnir eru 4,5 cm í munstri skiptir þú húfunni í miðju að framan og er nú prjónað fram og til baka það sem eftir er. Fellið af í byrjun hverrar umferðar: 5,2,1,1,1,1 (5,2,2,1,1,1,1,1,1) lykkjur = 68 (72) lykkjur á prjóninum. Prjónið áfram munstur þar til húfan mælist 28 (32) cm. Skiptið þá lykkjunum jafnt á 2 prjóna og lykkið saman eða prjónið saman frá röngunni og fellið af um leið.

 Prjónið upp með hringprjón nr. 3 og grænu/fjólubláu 80 (88) lykkjur í kringum opið á húfunni. Prjónið í hring stroff, 1 sl og 1 br 26 umf. fellið laust af. Brjótið kantinn inn og saumið niður á röngunni. Brjótið kantinn neðst á húfunni að röngu og saumið.

Vettlingar:

Fitjið upp 30 (36) lykkjur með grænu/fjólubláu á sokkaprjóna nr. 3, tengið í hring og prjónið stroff 1 sl. og 1 br. 20 umf. en aukið út um 6 lykkjur í síðustu umf. = 36(42) l. Skiptið yfir á sokkaprjóna nr. 3,5 og prjónið munstur. Þegar prjónaðir hafa verið 3 (4) cm. af munstri er komið að þumli. Prjónið 7 (9) lykkjur með aukaþræði í öðrum lit, flytjið lykkjurnar síðan aftur á vinstri prjón og prjónið áfram munstur þar til vettlingur (ekki mæla stroff með) mælist ca. 8 (9) cm. (endið helst með heilu munstri). Haldið áfram með bláu/bleiku og prjónið 2 og 2 l sl. saman út umf. Klippið þráðinn og dragið bandið í gegnum lykkjurnar.

Þumall: takið upp lykkjurnar sem þið prjónuðuð á aukaþráðinn, á sokkaprjóna nr. 3, samtals 14 (18) lykkjur. Prjónið slétt með grænu/fjólubláu þar til þumallinn mælist 4 (5) cm. Prjónið næstu umf. 2 og 2 l sl. saman, klippið bandið frá og dragið í gegnum lykkjurnar.

Gangið frá endum, þvoið flíkurnar skv. þvottaleiðbeiningum og leggið til þerris.

 

Hönnun: Sára Mrdalo

Þýtt með leyfi frá Navia 

af Guðrúnu Maríu Guðmundsdóttir.

© Handverkskúnst 2016 

www.garn.is – sala@garn.is

3 myndir:

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.

Bubba
Hannyrðahornið 24. september 2024

Bubba

Stærðir: XS S M L XL XXL.

Manstu vorið?
Hannyrðahornið 10. september 2024

Manstu vorið?

Þessi fallega peysa með gatamynstri á ermum er prjónuð úr DROPS Alpaca og DROPS ...