Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ljósmæðratuskan
Hannyrðahornið 4. október 2019

Ljósmæðratuskan

Höfundur: Handverkskúnst
Ljósmæðrateppið hefur verið mjög vinsælt síðustu árin enda afskaplega fallegt teppi. Ég var svo hrifin af þessu mynstri að ég ákvað að yfirfæra það í tusku og finnst útkoman bara nokkuð vel heppnuð. 
 
Garn:  Scheepjes Cotton 8 eða Scheepjes Sunkissed, 1 dokka, fæst hjá Handverkskúnst.
 
Heklunál: 3 mm 
 
Stærð tusku með kanti: B 24 x L 22 cm. 
 
Skammstafanir: Sl. – sleppa, L – lykkja, LL – loftlykkja, FP – fastapinni, ST – stuðull, LL-bil – loftlykkjubil. 
 
Hekið 57 LL 
 
1. umf: Heklið 1 ST í fjórðu LL frá nálinni (þessar 3 LL sem sleppt er teljast sem 1 ST), 1 ST í allar L. (54 ST)
 
2.-3. umf: Heklið 3 LL (telst sem 1 ST), 1 ST í næstu 53 L. 
 
4. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 14 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 38 L.
 
5. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 35 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 3 L (líka LL-bil), 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 13 L. 
 
6. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 10 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 7 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 34 ST. 
 
7. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 31 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 4 L, 3 LL, sl. 3 L, 1 ST í næstu 4 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 9 L. 
 
8. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 6 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 4 L, 3 LL, sl. 2 ST, 1 FP í LL-BIL, 3 LL, sl. 2 ST, 1 ST í næstu 4 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 30 L. 
 
9. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 31 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 2 L, 2 ST í LL-BIL, 3 LL, sl. 1 FP, 2 ST í næsta LL-BIL, 1 ST í næstu 2 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 9 L. 
 
10 umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 10 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 2 L, 3 ST í LL-BIL, 1 ST í næstu 2 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 34 L. 
 
11. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 35 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 3 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 13 L.
 
Endurtakið 4.-11. umf tvisvar sinnum til viðbótar. 
 
28. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 14 L, 1 LL, sl. 1 L, 1 ST í næstu 38 L. 
29.-31. umf: Heklið 3 LL, 1 ST í næstu 53 L.
 
Heklið 1 umferð af FP í kringum tuskuna og heklið svo 1 umferð af krabbahekli.
 
Vona að ykkur líki tuskan jafn vel og okkur.
 
Mæðgurnar í Handverkskúnst
www.garn.is 
 
Endurlit
Hannyrðahornið 19. mars 2025

Endurlit

Þessi peysa er endurunnin, var hönnuð fyrir nokkrum áratugum en ástæða þótti til...

Hettutrefill
Hannyrðahornið 5. febrúar 2025

Hettutrefill

Hettutreflar eru mjög vinsælir núna. Þessi er prjónaður úr DROPS Daisy og DROPS ...

Gleðileg rauð slaufa
Hannyrðahornið 23. desember 2024

Gleðileg rauð slaufa

Prjónuð slaufa úr DROPS Cotton Merino, sem hægt er að nýta sem pakkaskraut, hárs...

Sveitahúfa (Húfa á húsin)
Hannyrðahornið 16. desember 2024

Sveitahúfa (Húfa á húsin)

Hugmyndir að uppskriftum og mynstrum koma víða að. Þessi húfa varð að stofni til...

Jólapottaleppar
Hannyrðahornið 3. desember 2024

Jólapottaleppar

Jólin nálgast óðfluga og alltaf gaman að taka upp jólahlutina og gefa heimilinu ...

Peysan Björk
Hannyrðahornið 20. nóvember 2024

Peysan Björk

Stærðir: XS S M L XL XXL. Yfirvídd: 88 94 100 111 120 128.

Lily Leaper Socks
Hannyrðahornið 6. nóvember 2024

Lily Leaper Socks

Prjónaðir stuttir sokkar í stroffprjóni úr DROPS Fiesta. Fiesta er nýtt nylonsty...

Peysan Fis
Hannyrðahornið 22. október 2024

Peysan Fis

Létta, lipra peysan sem göngugarpar elska að skella í bakpokann.