Áburður á norðausturhornið
Bændur hafa undanfarið verið í óða önn að bera áburð á tún sín, sumir eru enn að og verða eitthvað fram eftir maímánuði við þá iðju.
Búvís á Akureyri er eitt þeirra fyrirtækja sem flytja inn áburð og segir Einar Guðmundsson, eigandi þess, að alls hafi nú á vordögum komið 2 skip fulllestuð af áburði.
„Við erum með svipað magn og var í fyrra. Alls 18 tegundir og höfum verið að dreifa þessu hér og hvar um landið, en skipið landar á 8 höfnum víða um land. Þaðan er áburði dreift um nærliggjandi sveitir,“ segir hann.