Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Fyrstu áratugina var aðalstarf félagsins að styrkja skógrækt á sem flestum jörðum sýslunnar.
Fyrstu áratugina var aðalstarf félagsins að styrkja skógrækt á sem flestum jörðum sýslunnar.
Líf og starf 9. maí 2023

Afmælisár Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga mun blása til afmælishátíðar í Fossselsskógi þann 24. júní nk. af tilefni þess að 80 ár eru síðan félagið var stofnað.

Skógræktarfélagið var stofnað 19. apríl 1943 og er sambandsfélag deilda sem stofnaðar voru í hreppum Þingeyjarsýslu. Fossselsskógur hefur verið helsta skógræktarsvæði félagsins.

„Fyrstu áratugina var aðalstarf félagsins að hvetja til og styrkja skógrækt á sem flestum jörðum í sýslunni og skógarreitirnir urðu liðlega eitt hundrað. Árið 1960 tók félagið á leigu helming af Fossselsskógi og 1966 fékk félagið leigusamning um allan skóginn. Næstu áratugi varð skógurinn aðalræktunarsvæði félagsins. Auk Fossselsskógar hefur félagið gróðursett umtalsvert svæði í Hjallaheiði í Reykjadal. Hin síðari ár hefur
umhirða og nýting skóganna orðið aðalverkefni félagsins. Félagið hefur tekjur af höggi jólatrjáa og trén í Fossselsskógi hafa nú náð nýtingarstærð og munu næstu áratugi skila umtalsverðum viðarafla,“ segir í tilkynningu frá Agnesi Þ. Guðbergsdóttur, formanni Skógræktarfélags Suður-Þingeyinga.

Nú verði grisjun og nýting skógarins mikilvægur þáttur í starfsemi félagsins. „Gömlu heimilisskógarnir eru yndisreitir á fjölmörgum bæjum í sýslunni og skógar félagsins í Fossseli og á Hjallaheiði eru fögur útivistarsvæði. Kolefnisbinding úr andrúmslofti er orðin mikilvægur hluti skógræktar á Íslandi og skógar félagsins binda árlega mikið kolefni og munu gera um langa framtíð.“

Nánari upplýsingar um dagskrá afmælishátíðarinnar verða auglýstar þegar nær dregur.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...