Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
„Það er allt að verða tilbúið og við stefnum á að Jökla komi á markað fyrir eða um páska,“ segir Pétur Pétursson, sem ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Sigurðardóttur á félagið Jöklavin en það var stofnað utan um hugmynd Péturs um framleiðslu og sölu á fyrsta íslenska rjómalíkjörnum, sem ber heitið Jökla. Hann er að megni til framleiddur úr innlendum hráefnum, mjólk og alkóhóli úr mysu. Framleiðsla mun fara fram hjá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki en átöppun verður fyrir sunnan.
„Það er allt að verða tilbúið og við stefnum á að Jökla komi á markað fyrir eða um páska,“ segir Pétur Pétursson, sem ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Sigurðardóttur á félagið Jöklavin en það var stofnað utan um hugmynd Péturs um framleiðslu og sölu á fyrsta íslenska rjómalíkjörnum, sem ber heitið Jökla. Hann er að megni til framleiddur úr innlendum hráefnum, mjólk og alkóhóli úr mysu. Framleiðsla mun fara fram hjá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki en átöppun verður fyrir sunnan.
Mynd / Úr einkasafni
Líf og starf 20. janúar 2021

Allt tilbúið og unnið að því að afla leyfa fyrir framleiðsluna

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Það er allt að verða tilbúið og við stefnum á að Jökla komi á markað fyrir eða um páska,“ segir Pétur Pétursson, sem ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Sigurðardóttur á félagið Jöklavin en það var stofnað utan um hugmynd Péturs um framleiðslu og sölu á fyrsta íslenska rjómalíkjörnum, sem ber heitið Jökla. Hann er að megni til framleiddur úr innlendum hráefnum, mjólk og alkóhóli úr mysu. Framleiðsla mun fara fram hjá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki en átöppun verður fyrir sunnan.

Pétur er mjólkurfræðingur og hefur víða komið við á sínum starfsferli, unnið við osta-, ís- og smjörgerð svo dæmi séu tekin, en nú starfar hann sem sölustjóri hjá Fóðurblöndunni. Sigríður er viðskiptafræðingur að mennt.

Pétur segir að eftir langan þróunarferil frá því hugmyndin kviknaði fyrir 14 árum sé ánægjulegt að vera nú á lokasprettinum. „Framleiðsluaðferðin er komin og lokahönnun á flöskunni er klár. Við vinnum nú að því hörðum höndum að sækja um tilskilin leyfi og þegar þau eru í höfn er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja framleiðslu af fullum krafti,“ segir Pétur. Hann hefur verið duglegur að kynna drykkinn og segist verða var við spennu meðal fólks að fá að dreypa á þessum alíslenska drykk sem að uppistöðu er framleiddur úr mjólk.

Byrjaði í eldhúsinu heima

Pétur fékk hugmynd að fram­leiðslunni þegar hann var á ferðalagi á Ítalíu árið 2007, en þar hitti hann fyrir þarlendan bónda sem smellti hrímaðri mjólkurkönnu með heimagerðum mjólkurlíkjör beint úr frystinum á borðið og bauð upp á smakk.

„Mér fannst þetta skemmtileg stemning, smakkaði á líkjörnum og bragðið kom á óvart. Ég fór í framhaldinu að hugleiða hvort hægt væri að gera eitthvað svipað heima á Íslandi,“ segir hann og bætir við að hugmyndin að Jöklu hafi því lengi verið á teikniborðinu, í heil fjórtán ár. Hann hófst þegar handa við að koma hugmyndinni í framkvæmd, var í fyrstu að dunda í eldhúsinu heima hjá sér í Mosfellsbæ.

„Þar var mikið hrært í pottum og pönnum og gestum og gangandi gefið að smakka. Viðbrögðin voru góð og þau hvöttu mig til að halda áfram þannig að það má þakka það hvatningu frá fjölskyldu og vinum að ég fór yfir á næsta stig og fór alvarlega að huga að framleiðslu á drykknum.

Pétur fékk m.a. styrk árið 2017 frá verkefninu Mjólk í mörgum myndum, en þar er um að ræða nýsköpunarstyrk sem Auðhumla og Matís standa að. Hann nefnir að þau Sigríður hafi tekið þátt í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita og segir hvatningu þar skipta gríðarlegu máli í nýsköpun.

„Þarna mætti hópur fólks með nýjar hugmyndir, allir voru jákvæðir og hvetjandi. Það gefur manni kraftinn til að halda áfram,“ segir hann.

„Það er tímafrekt og flókið að vinna að þessu verkefni og því mikilvægt að finna stuðninginn, það eykur manni kraft.“

Súkkulaði- og lakkrísbragð falla í kramið

Pétur segir að Jökla hafi gott og ferskt bragð, drykkurinn sé góð blanda af súkkulaði og lakkrís, „sem eru einmitt vinsælustu bragðtegundirnar á Íslandi,“ segir hann. Styrkur vínandans er 15% sem gefi gott jafnvægi með bragðefnum og rjóma.

„Eftirbragðið lifir lengi og skapar virkilega gott jafnvægi,“ segir hann. Engin þykkingarefni eru notuð við framleiðsluna á Jöklu heldur einungis hrein íslensk mjólkurefni. Vínandinn er unninn úr ostamysu sem annars væri hent. Pétur segir að sjálfbærni sé þannig höfð að leiðarljósi, dregið úr matarsóun og unnið að bættu umhverfi auk þess að auka verðmætasköpun.

Skulda landbúnaðinum góðan greiða

Pétur hefur um árabil starfað innan landbúnaðargeirans. Hann starfaði sem mjólkurfræðingur hjá Emmessís við framleiðslu á ferskum rjómaís um skeið. Síðan færði hann sig yfir í sölumennsku, starfaði hjá Sápugerðinni Frigg og sá m.a. um sölu á hreinlætisvörum fyrir landbúnaðinn. Leiðin lá síðan til Áburðarverksmiðjunnar og nú starfar hann hjá Fóðurblöndunni.

„Þar starfa ég við sölu á fóðri, áburði og öðrum rekstrarvörum fyrir landbúnaðinn og geri mikið af því að hitta bændur og spjalla við þá. Það er alltaf jafn ánægjulegt,“ segir hann.

„Það má segja að nú sé draumur minni með Jöklu að verða að veruleika. Mig dreymdi lengi um að skapa eitthvað nýtt og gott úr mjólkinni, sem ég kalla hvíta gullið. Eins finnst mér ég standa í þakkarskuld við íslenskan landbúnað og bændur og vona svo sannarlega að hægt verði til framtíðar litið að auka við mjólkurkvótann um heilan helling þegar sala á Jöklu hefst en ég er ekki neinum vafa um að hún verður góð. Ég held að þessi drykkur eigi eftir að falla í kramið bæði hjá landsmönnum og eins ferðamönnum sem brátt fara að streyma til landsins,“ segir Pétur og er bjartsýnn á að vel takist til.

Hjónin Sigríður Sigurðardóttir viðskiptafræðingur og Pétur eiga fyrirtækið Jöklavin, sem annast framleiðslu og sölu á rjómalíkjörnum Jöklu.

Skylt efni: Jökla | rjómalíkjör

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...