Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Brynjar með elstu dótturinni, Bóel Hildi, að skoða flugurnar.
Brynjar með elstu dótturinni, Bóel Hildi, að skoða flugurnar.
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 18. ágúst 2022

Atferli og atorka býflugnanna kemur öllum á óvart

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Við höfum verið að fá þónokkuð af gestum í sumar í býskoðun og í gestastofu ullarvinnslunar,“ segir Brynjar Þór Vigfússon á Gilhaga í Öxarfirði.

Hann og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir eru með fjölbreytta starfsemi á Gilhaga, tæplega 100 kindur, nokkrar geitur, hænur og endur, auk þess sem þau hjónin stunda þar býflugnarækt. Þau settu upp ullarvinnslu fyrir fáum árum og framleiða garn sem nýtur vinsælda. Einnig er á jörðinni stunduð umfangsmikil skógrækt.

Brynjar Þór og Guðrún Lilja Dam Guðrúnardóttir starfrækja ullarvinnslu og býflugnarækt sem gestum býðst að skoða á laugardögum í sumar.

Býflugnarækt hefur verið stunduð á Gilhaga frá árinu 2015 og segir Brynjar að þau hafi tekið um 2,5 kíló af hunangi. Ekki hafi þó náðst að safna hunangi öll árin. „Býflugnarækt er mjög erfið á norðurhjara og algjörlega háð veðri og einnig innflutningi á nýjum flugum ef búin drepast yfir veturinn,“ segir hann. „Flugur geta því verið að koma seint í júní og eiga þá fullt í fangi með að safna sér vetrarforða.“

Nú eru tvö bú á Gilhaga og einn afleggjari gerður úr öðru búi sem orðið var of stórt í júní, en verður síðar að stóru búi. Í hverju búi eru 30 til 50 þúsund flugur.

„Gestir okkar hafa fæstir séð þessa gerð af býflugum og halda margir að um sé að ræða íslenskar hunangsflugur. Atferli og atorka þessara litlu flugna kemur öllum á óvart. Fórnfýsin og verkefni flugnanna, ásamt verkfræðinni í kringum eitt bú, og niður í það hversu mikilvæg hver og ein fluga er í heildinni, er eitthvað sem allir heillast að,“ segir Brynjar.

Býflugnarækt hefur verið stunduð á Gilhaga frá árinu 2015. Tvö bú eru þar auk afleggjara úr öðru sem var orðið of stórt fyrr í sumar. Í hverju búi eru 30 til 50 þúsund flugur.

Vinna við flugurnar á laugardögum

Þau Brynjar og Guðrún bjóða gestum að líta við hjá sér á laugardögum í sumar og kynnast býflugnaræktinni. „Tíðin í sumar hefur ekki verið sérlega heppileg til býflugnaskoðunar alla laugardaga og raunar má segja að veðrið hafi oft sett strik í reikninginn varðandi fluguveður,“ segir Brynjar.
Gestir hafa komið við á bænum alla daga vikunnar og óskað eftir býskoðun sem orðið er við, en hann segir að reynt sé að beina fólki inn á laugardaga þar sem þau séu þá að vinna í flugunum.

„Við höfum eins og við best getum kynnt fyrir okkar gestum líffræði flugnanna og atferli og reynt að sýna og útskýra starfsemi og tilgang búsins og flugnanna,“ segir Brynjar en flugurnar eru skoðaðar úr öruggri fjarlægð. Hús sem þau Brynjar og Guðrún smíðuðu utan um býflugnabúin gera þeim kleift að vinna í búunum hvernig svo sem viðrar.

Horft heim að býskálanum á Gilhaga.

Gestavinnustofan vinsæll áfangastaður

Gestastofan, sem rekin er samhliða ullarvinnslunni, hefur einnig verið vinsæll áfangastaður í sumar, bæði meðal innlendra en einkum erlendra ferðamanna sem gjarnan vilja kaupa íslenskt ullarband og kynnast íslensku sauðfé. Verslun er á staðnum og hægt að versla t.d. garn, en einnig kaffi eða tesopa og taka ásamt öðru með sér inn í skógræktina og njóta þar kyrrðar og náttúru.

„Ullarvinnslan hefur gengið vel og það er mikil aukning í sölu á bandi, sérstaklega eftir að Handprjónasamband Íslands gaf út fallega peysuuppskrift sérstaklega fyrir bandið okkar,“ segir Brynjar og bætir við að ýmsir prjónahönnuðir hafi einnig nýtt sér þeirra band í sína hönnun. „Það er margt spennandi komið á markað og annað á leiðinni, þannig að allt lítur vel út.“

Skylt efni: býflugur

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...