Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Árni Bragason landgræðslustjóri, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson á Kaldbak á Rangárvöllum ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Árni Bragason landgræðslustjóri, Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson á Kaldbak á Rangárvöllum ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra.
Mynd / Landgræðslan
Líf og starf 14. júní 2022

Bændurnir á Kaldbak og Landvernd hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændurnir á Kaldbak á Rangárvöllum og Landvernd hlutu Landgræðsluverðlaunin 2022.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra afhenti þau á ársfundi Landgræðslunnar 27. maí.

Þau eru afhent einstaklingum, félagasamtökum og sveitarfélögum sem hafa þótt sýna góðan árangur við landgræðslu og landbætur og voru fyrst afhent 1990.Í rökstuðningnum fyrir valinu á Kaldbaksbændum er tiltekið að þau Sigríður Heiðmundsdóttir og Viðar Steinarsson hafi stundað öflugt og árangursríkt uppgræðslu- og landbótastarf á jörð sinni – og fleiri svæðum á Rangárvöllum – um áratuga skeið. Svæði sem áður voru ógróinn sandur séu nú meira og minna uppgróin og ekki marga ógróna bletti að finna á jörð þeirra í dag.

Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands hlýtur verðlaunin fyrir „afar öflugt fræðslustarf síðustu árin tengt vernd og endurheimt vistkerfa og sjálfbærri landnýtingu,“ eins og segir í rökstuðningnum. Í því sambandi eru nefnd verkefni eins og Grænfáninn, Vistheimt með skólum, Græðum Ísland (CARE), Öndum léttar, Loftslagsvernd í verki – auk fræðsluritsins Vörsluskylda búfjár sem kom út vorið 2021.

Verðlaunahafarnir fengu afhent Fjöregg landgræðslunnar, verðlaunagripi sem unnir eru úr tré í Eiklistiðju, í Miðhúsum við Egilsstaði.

Árni Bragason landgræðslustjóri, Tryggvi Felixson formaður Landverndar ásamt Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra

 

Skylt efni: Landgræðsla | landbætur

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...