Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sauðfjárræktarbúið á Butru í Fljótshlíð var valið ræktunarbú ársins 2017 í Rangárvallasýslu á sýningunni en þar búa hjónin Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda og Ágúst Jensson.
Sauðfjárræktarbúið á Butru í Fljótshlíð var valið ræktunarbú ársins 2017 í Rangárvallasýslu á sýningunni en þar búa hjónin Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda og Ágúst Jensson.
Mynd / MHH
Líf og starf 7. nóvember 2018

Dagur sauðkindarinnar tókst frábærlega

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Félag sauðfjárbænda í Rangárvallasýslu stóð fyrir Degi sauðkindarinnar laugar­daginn 20. október. Þangað mættu fjáreigendur af öllu svæðinu á milli Þjórsár og Markarfljóts.
 
Fjöldi fólks og fjár var á sýningunni sem þótti takast afar vel. 
 
Ræktunarbú ársins
 
Þarna voru m.a. veitt verðlaun fyrir ræktunarbú ársins en þau hlutu Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson í Butru.
 
Litfegursta gimbrin var líka valin af áhorfendum og varð grámóbotnótt gimbur frá Djúpadal þar hlutskörpust.
 
Kótiletta sýningarinnar var Botni frá Skíðabakka
 
Alls mættu 22 hyrndir hrútar til leiks og 8 kollóttir. Af hyrndum hrútum bar lamb nr. 39 frá Skíðbakka 3 í Landeyjum sigur úr býtum með 89,0 stig, hvítur hrútur undan heimahrút sem kallaður er Botni. Hlaut hann líka verðlaun fyrir að vera „kótiletta“ sýningarinnar. Þetta lamb var með þykkasta bakvöðvann, eða 43 mm. Eigandi hans og ræktandi er Erlendur Árnason á Skíðbakka. 
 
Í öðru sæti var lamb nr. 398 frá Hemlu II í Landeyjum, hvítur undan heimahrútnum Auði. Ræktendur hans eru Lovísa Ragnarsdóttir og Vignir Siggeirsson í Hemlu. Hann fékk 88,5 stig. 
 
Í þriðja sæti varð hvítur hrútur frá Rökkva Hljómi Kristjánssyni á Hólum á Rangárvöllum undan Burkna frá Mýrum 2 (sæðingarhrút) með 88,0 stig. 
 
Kollóttu sigurhrútarnir komu allir frá Árbæ í Holtum
 
Kollóttu sigurhrútarnir komu allir frá Guðmundi Bæringssyni í Árbæ í Holtum. Þar voru tvílembingar númer 32 og 33 undan heimahrútnum Birki sem stóðu efstir og í þriðja sæti var lambhrútur númer 51 undan Álfi sem einnig er heimahrútur. Tvílembingarnir fengu 89,0 og 89,5 stig og lamb nr. 51 fékk 88,0 stig.
 
 Guðmundur í Árbæ líka með þrjár efstu kollóttu gimbrarnar
 
Í kollótta gimbrahópnum var Guðmundur í Árbæ að nýju með þrjár efstu gimbrarnar og voru tvær efstu tvílembingar undan Birki. Í þriðja sæti var svo gimbur nr. 24 undan Adam sem Guðmundur keypti fyrir vestan og hefur notað hann ásamt nágranna sínum.
 
Efsti veturgamli hrúturinn kom einnig frá Guðmundi í Árbæ
 
Í hópi veturgamalla hrúta var það enn Guðmundur í Árbæ sem átti efsta veturgamla hrútinn og er hann kollóttur nr. 17-007 og heitir Logi. Í öðru sæti var hrútur frá Helga Benediktssyni, Regúlu Rudin og Símoni Helga Helgasyni í Austvaðsholti nr. 17-175 og í þriðja sæti hrútur númer 17-750 frá Ágústi Rúnarssyni í Vestra-Fíflholti.
 
Efsta hyrnda gimbrin er frá Skíðabakka
 
Erlendur á Skíðbakka var efstur með hyrnda gimbur númer 49. Í öðru sæti voru Benedikt og Lilja í Djúpadal með gimbur nr. 54 og í þriðja sæti var gimbur frá Ágústi Rúnarssyni í Vestra-Fíflholti nr. 18.

12 myndir:

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...