Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Ekkert hálfkák og sút
Líf og starf 15. nóvember 2022

Ekkert hálfkák og sút

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hermann Jóhannesson hagyrðingur hélt uppá áttræðisafmæli sitt fyrir skömmu með því að senda frá sér bók með kvæðum sínum og lausavísum.

Í bókinni, sem heitir Ekkert hálfkák og sút, er að finna vel á annað hundrað vísur og nokkur kvæði.

Í kynningu um bókina segir að þegar margir héldu að hin forna list lausavísunnar hefði lotið í lægra haldi fyrir nútímanum, varð undur og hún gekk í endurnýjun lífdaga, öllum að óvörum.

Þar segir að kannski hafi það verið miðlunartækni nútímans, internetið, sem blés lífi í hefðbundna vísnagerð. Daglega fljúga lausavísur, ferskeytlur og limrur manna á milli á netinu.

Höfundurinn er fæddur að Kleifum í Gilsfirði árið 1942 og fagnar því áttatíu ára afmæli á árinu. Hermann var lengi þingfréttaritari og í bókinni er að finna ýmsar vísur um ráðherra og alþingismenn.

Bókin er tekin saman af Ragnari Inga Aðalsteinssyni auk þess sem hann annaðist útgáfuna og ritaði inngang og skýringar.

Bókaútgáfan Sæmundur sá um útgáfuna.

Skylt efni: Bækur | bókaútgáfa

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...