Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eldvarnarefni finnast í langreyðum
Líf og starf 27. október 2022

Eldvarnarefni finnast í langreyðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í sýnatökum Hafrannsóknastofnunar sumarið 2018 voru tekin sýni úr átta þunguðum langreyðum og fóstrum.

Sýni voru tekin úr spiki fullorðnu dýranna en úr bakugga fóstra.

Langreyðarnar voru veiddar á fæðuslóð vestur af landinu. Í öllum sýnunum fundust uppsöfnuð eldvarnarefni.

Halógen eldvarnarefni og klór­parafínefni fundust í 87,5% kúnna og 100% fóstra, á meðan lífrænir fosfatsesterar fundust í öllum kúm og fóstrum. Yfirleitt voru styrkir þessara efna hærri í fóstrum en kúnum, sem er einkennandi fyrir þrávirk efni sem safnast fyrir í lífverum.

Eitruð efni sem valda skaða

Fram kemur á vef Hafrannsókna­stofnunar að eldvarnarefni eru hópur efna sem notuð eru til að minnka brennanleika efna í húsgögnum, raftækjum, byggingarefnum, bílum og textíl. Lengi vel voru slík efni aðallega svokölluð brómeruð eldvarnarefni, en rannsóknir leiddu í ljós að þau voru eitruð og söfnuðust fyrir í lífríkinu þar sem þau geta valdið skaða. Þau geta valdið hormónaójafnvægi, skjaldkirtils­ og lifrarskaða og því voru sum þeirra bönnuð.

Ný efni sem voru þróuð í staðinn, virðast einnig vera skaðleg, þó að áhrif þeirra séu minna þekkt.

Rannsókn á nýju eldvarnarefnunum

Nýlega var birt í ritinu Environmental Pollution grein sem ber fyrirsögnina Transplacental transfer of plasticizers and flame retardants in fin whales (Balaenoptera physalus) from the North Atlantic Ocean. Einn höfunda er Gísli Víkingsson heitinn, fyrrverandi sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar.

Rannsóknin tók til þriggja tegunda þessara nýju eldvarnarefna; halógen eldvarnarefni, lífrænir fosfatsestarar og klór­parafínefni. Skoðað var hvort efnin byggðust upp í langreyðum og hvort þessi efni bærust milli móður og fósturs.

Þessar niðurstöður sýna að eldvarnarefni sem notuð eru í dag berast á milli móður og fósturs í langreyðum, sem kallar á frekari rannsóknir á áhrifum þessara efna á líffræði sjávarspendýra.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...