Elsta pottaplanta í heimi
Í Kew grasagarðinum í London er að finna elstu núlifandi pottaplöntu í heimi sem vitað er um.
Plantan er köngulpálmi sem barst til Englands frá Suður-Afríku árið 1775 en var flutt í Pálmahúsið 1848 þegar byggingu þess lauk og hefur verið þar síðan þá.
Skoski grasafræðingurinn Francis Masson, sem dvaldi í Suður-Afríku við gróðurrannsóknir frá 1773 til 1775, sendi hátt í 500 sýni af bæði lifandi og þurrkuðum plöntum til Englands á sínum tíma og er langlífa pottaplantan í Kew ein af þeim.
Plantan er upprunnin á austurhluta Góðrarvonarhöfða og er kögurpálmi sem kallast Encephalartos altensteinii. Tegundin er á válista International Union for Conservation of Nature yfir plöntur í útrýmingarhættu í náttúrulegum heimkynnum sínum vegna eyðingu skóga.
Köngulpálmar eru hægvaxta og þrátt fyrir að plantan hafi vaxið í Kew í 247 ár er plantan ekki nema um fjórir metrar á hæð. Þegar pálmanum var umpottað síðast árið 2009 var hann vigtaður án pottsins og reyndist vega um það bil eitt tonn.