Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Köngulpálmategundin Encephalartos altensteinii er elsta planta í heimi sem vitið er um að sé ræktuð í potti.
Köngulpálmategundin Encephalartos altensteinii er elsta planta í heimi sem vitið er um að sé ræktuð í potti.
Mynd / RBG Kew
Líf og starf 5. september 2022

Elsta pottaplanta í heimi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Kew grasagarðinum í London er að finna elstu núlifandi pottaplöntu í heimi sem vitað er um.

Plantan er köngulpálmi sem barst til Englands frá Suður-Afríku árið 1775 en var flutt í Pálmahúsið 1848 þegar byggingu þess lauk og hefur verið þar síðan þá.

Skoski grasafræðingurinn Francis Masson, sem dvaldi í Suður-Afríku við gróðurrannsóknir frá 1773 til 1775, sendi hátt í 500 sýni af bæði lifandi og þurrkuðum plöntum til Englands á sínum tíma og er langlífa pottaplantan í Kew ein af þeim.

Plantan er upprunnin á austurhluta Góðrarvonarhöfða og er kögurpálmi sem kallast Encephalartos altensteinii. Tegundin er á válista International Union for Conservation of Nature yfir plöntur í útrýmingarhættu í náttúrulegum heimkynnum sínum vegna eyðingu skóga.

Köngulpálmar eru hægvaxta og þrátt fyrir að plantan hafi vaxið í Kew í 247 ár er plantan ekki nema um fjórir metrar á hæð. Þegar pálmanum var umpottað síðast árið 2009 var hann vigtaður án pottsins og reyndist vega um það bil eitt tonn.

Skylt efni: pottaplöntur

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...