Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur rekur Hespuhúsið. Mynd / Unnur Magna.
Guðrún Bjarnadóttir náttúrufræðingur rekur Hespuhúsið. Mynd / Unnur Magna.
Líf og starf 23. nóvember 2020

Fallegt, fræðandi og fjölskylduvænt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á þessum undarlegu tímum þegar erlendir ferðamenn láta ekki sjá sig þá þurfa mörg fyrirtæki að breyta um áherslur og aðlagast breyttum aðstæðum. Hespuhúsið í Ölfusi er opin jurta­litunarvinnustofa þar sem gestir geta komið og kíkt í jurtalitunarpottana, fræðst um gamalt handverk og keypt jurtalitað band.

Guðrún Bjarnadóttir náttúru­fræðingur, sem rekur Hespuhúsið, segir að í ár hafi gestagangur verið rólegri og þá hafi gefist tími til að koma gamalli hugmynd í framkvæmd en það var jurtalitapúsluspil sem er fræðslupúsluspil.

Þúsund bita púsl

„Púsluspilið er 1.000 bita púsl og myndin er af jurtalituðum bandhnyklum sem litaðir hafa verið í Hespuhúsinu. Með púslinu fylgir spjald með mynd til að púsla eftir og á bakhliðinni má sjá úr hvaða jurt hver hnykill er litaður. Einnig fylgir lítið bókarkorn með sögu jurtalitunar á Íslandi. Púslið sjálft er í fallegum poka og fræðsluefnið og púslið eru svo í kassa. Púslbitarnir eru óhefðbundnir en þeir eru mjög misjafnir í lögun sem eykur skemmtunina því þá má leita að bitum eftir lit og lögun.

Púsl eru sígild

Guðrún segir að mikill áhugi sé fyrir púslus­pilinu enda sameini það svo margt sem varð vinsælt á COVID-19 tímum eins og prjónaskap og púsl og svo tenging þess inn í gamlar hefðir og náttúrunýtingu sem vaknaði eftir bankahrunið.

Púsluspilið er allt í senn falleg, fræðandi og fjölskylduvæn jólagjöf. Verkefnið var styrkt af Sambandi sunnlenskra sveitarfélaga sem veitti átaksstyrki vegna COVID-19 sem nefndust Sóknarfæri ferðaþjónustunnar.

Hægt er að panta og fá upplýsingar um spilið á www.hespa.is

Með púslinu fylgir spjald með mynd til að púsla eftir og á bakhliðinni má sjá úr hvaða jurt hver hnykill er litaður. Einnig fylgir lítið bókarkorn með sögu jurtalitunar á Íslandi.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...