Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit vantar húsnæði.
Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit vantar húsnæði.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 19. mars 2024

Félagsskapur eldri borgara

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stofnfundur Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit var haldinn sunnudaginn 11. febrúar í Miðgarði. Jóhanna G. Harðardóttir var kjörin formaður félagsins.

Hún segir helsta hvatann fyrir stofnun félagsins vera að eldri borgara vanti aðstöðu miðsvæðis innan sveitarfélagsins til að koma saman til að vinna að fræðslu-, tómstunda- og félagsstarfi. Stjórn félagsins ætli að hittast í þessari viku til að leggja á ráðin með viðræður við sveitarfélagið um aðstöðu. Þangað til félagið fær þak yfir höfuðið verði skipulagðir viðburðir sem þarfnist ekki húsnæðis, eins og ferð á Þjóðminjasafnið og göngur. Á stofnfundinn mættu næstum þrjátíu félagar, en Jóhanna reiknar fastlega með að fljótlega fjölgi í hópnum.

Nú sé félagið komið með síðu á Facebook undir heitinu „Eldri borgarar í Hvalfjarðarsveit“ og vonast Jóhanna til að félagsskapurinn spyrjist fljótlega út. Þeir sem eru sextíu ára eða eldri og búsettir í Hvalfjarðarsveit geti gengið í félagið.

Á meðfylgjandi mynd er nýkjörin stjórn og varastjórn félagsins. Frá vinstri: Jóna Björg Kristinsdóttir, endurskoðandi reikninga; Kristján Jóhannesson, varamaður; Sigrún Sólmundardóttir, varamaður; Jóhanna G Harðardóttir, formaður; Anna G. Torfadóttir, stjórnarmaður og Áskell Þórisson, stjórnarmaður.

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...