Félagsstarf landshorna á milli
Þeir eru heldur betur hressir öðlingarnir hér á myndunum, en félagsstarf þeirra er lokið hafa lífskafla sínum á vinnumarkaði er afar virkt víða um landið. Til dæmis eru heil fimmtíu og fimm félög einungis ætluð þeim er orðnir eru sextíu ára og þar yfir. Ferðalög, lestur bóka, líkamsrækt, kórastarf, dansleikir og ýmiss konar vinna handverks er meðal þess sem hægt er að taka sér fyrir hendur enda nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni og njóta (félags)lífsins. Hér fáum við að líta á brot af starfsemi félaga eldri borgaranna okkar landshorna á milli – og má með sanni segja að þeim leiðist síður en svo!