Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jónas Guðmundsson er fæddur 1939 og búinn að vera með kindur í yfir 30 ár.
Jónas Guðmundsson er fæddur 1939 og búinn að vera með kindur í yfir 30 ár.
Líf og starf 4. mars 2022

Fjárborg frístundabænda hefur lifað góðu lífi í Reykjavík í rúma hálfa öld

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Sveinbjörn Guðjohnsen, formaður Fjáreigendafélags Reykjavíkur, segir að skemmtilegur og krútt­legur frístunda­búskap­ur sé stundaður í Fjár­borg í Reykjavík, rétt austan við Rauða­vatn. Þar eru um 40 sjarmerandi hús sem fjáreigendum í Reykja­vík var úthlutað af Geir Hallgrímssyni fyrir um 50 árum.

Ólafur R. Dýrmunds­son hefur gert skilmerki­lega greinargerð fyrir þessum samningi, en í útlistun hans segir m.a.:

„Fjárborgarsamning­urinn 1970 var friðar­samningur eftir sauðfjár­stríðið 1962-1970 á milli reykvískra fjáreig­enda og ráðamanna Reykja­víkurborgar. Fjár­eig­end­ur höfðu haft aðstöðu í Fjárborg við Breiðholtsveg frá 1959-1968 sem þá var rifin með valdboði. Þeir börðust fyrir athvarfi á nýjum stað og vitnuðu gjarnan í fyrirgreiðslu borgar­yfirvalda við hesta­menn sem voru m.a. að hasla sér völl í Víði­dal. Aldalöng hefð var fyrir sauðfjárbúskap í Reykjavík, reyndar fjölbreyti­legu búfjárhaldi ásamt túnrækt og matjurta­rækt.“

Jóhanna Eldborg Hilmarsdóttir unir hag sínum vel í Fjárborg. Hún er með meistaranám að baki sem kennari og sjúkraliði og starfar sem leikskólakennari.

Blanda hesta og fjárbúskapar

Hverfið er blanda hesta og fjárbúskapar, einnig má þar finna hænur og kanínur. Að viðhalda þessari gömlu hefð þykir einstakt fyrir sögu Reykjavíkurborgar.
Sveinbjörn segir að þarna sé í raun um að ræða hluta af því sem kalla má „græna borg“.

„Það er líka merkilegt að það skulu vera u.þ.b. 6.000 hestar í borginni og 3 laxveiðiár. Fjöldi kinda er um 350 þegar mest er. Þetta er ábyggilega mjög sérstakt á heimsvísu fyrir höfuðborg.“

Tekið á móti skólakrökkum

Í vor verður hægt að skoða fé, hrúta, lömb og hesta í Fjárborginni. Þá verður einnig hægt að taka á móti skólakrökkum. Einungis þarf að hafa samband við stjórn Fjárborgar í síma eða beint í gegnum heimasíðuna www.fjarborg.is.

Byggja nýja Fossvallarétt við Sandskeið

Sveinbjörn segir að verið sé að vinna að nýrri rétt í staðinn fyrir gömlu Fossvallaréttina sem er úr sér gengin og ónýt.

Sveinbjörn Guðjohnsen, formaður Fjáreigendafélags Reykjavíkur.

„Í gegnum árin hefur þurft að reka féð yfir Suðurlandsveg með miklum tilfærslum og hættu fyrir umferð. Nýja Fossvallaréttin verður staðsett norður af Suðurlandvegi við Sandskeið á vinstri hönd eftir Lögbergsbrekku þegar ekið er austur. Vonandi verður hægt að hefja vinnu við hana núna í vor. Þetta er byggt á fornum hefðum frá Seltjarnarnesi, Kópavogi og Reykjavík. Beðið er eftir framkvæmdaleyfi frá Kópavogsbæ.“

Þess má geta að fjallkóngur í Fossvallarétt er Ólafur R. Dýrmundsson og réttarstjóri er Ásgrímur Jörundsson.

Hjón úr Hafnarfirði una hag sínum vel í Fjárborg

Hjónin Jóhanna Eldborg Hilmars­dóttir og Guðmundur Gunnarsson eru með fjárbúskap í Fjárborg. Þau byrjuðu með fjárbúskap fyrir rúmu ári og eru með 15 kindur. Þar af
er hrúturinn Hjörtur, glæsilegur og vel hyrndur. Hjónin búa reyndar í Hafnarfirði en stunda fjárbúskap í Reykjavík í sátt við náttúruna
og dýrin.

Jóhanna er með meistaranám að baki sem kennari og sjúkraliði og starfar sem leikskólakennari. Guðmund­ur er rafvirkjameistari og rafiðnfræðingur. Vinur þeirra, Kristófer Guðmundsson pípu­lagninga­maður, er með þeim hjónum í þessum fjárbúskap.

Jónas Guðmundsson byrjaði með stofn frá Seglbúðum

Jónas Guðmundsson er einn þeirra sem er með aðstöðu í Fjárborg. Hann er fæddur 1939 og búinn að vera með kindur í yfir 30 ár.

Fjöldi fjár þennan veturinn hjá Jónasi er 27 gripir. Jónas byrjaði með lömb frá Seglbúðum í Landbroti úr ræktun Jóns Helgasonar, fyrrum landbúnaðar-, dóms- og kirkju­mála­ráðherra.

Löngu áður en Jón Helgason varð ráðherra tók hann við búrekstrinum í Seglbúðum eftir óvænt andlát föður síns og stóð þá fyrir sauðfjárræktarbúi móður sinnar.
Hann varð síðan bóndi þar sjálfur árið 1959. Þá má til fróðleiks geta þess að Jón var m.a. formaður Búnaðarfélags Íslands á árunum 1991 til 1995.

Anna Katrín Guðmundsdóttir, 9 ára, á hestinum sínum Blesa. Myndin er tekin í Rauðhólum.

Hestamennska í Fjárborg

Anna Katrín Guðmunds­dóttir er 9 ára hestakona í Fjárborg. Sveinbjörn segir að hún hafi byrjaði mjög ung að mæta
í hesthúsið.

„Anna var dugleg að hjálpa til, moka og gefa hey. Hún var farin að stjórna sínum hesti sjálf í reiðtúrum 8 ára gömul. Nú á hún tvo hesta. Anna Katrín fór í leitir síðasta haust fyrir Fjárborg og stóð sig mjög vel.“

Sveinbjörn segir að Reykja­víkur­borg hafi lagt mikið í reiðvegi sem er ómetanlegt fyrir hestamenn og svona prinsessur.

„Það eru mikil forréttindi fyrir börn í Reykjavík að fá að vera innan um dýr og náttúruna. Þannig verður þetta blómstrandi borg
fyrir alla.“ 

Guðmundur Gunnarsson, eiginmaður Jóhönnu. Hann er rafvirkjameistari og rafiðnfræðingur.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...