Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Handhafar garðyrkjuverðlauna 2023, þau Helga Ragna Pálsdóttir, Friðrik Baldursson og Bjarki Jónsson, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.
Handhafar garðyrkjuverðlauna 2023, þau Helga Ragna Pálsdóttir, Friðrik Baldursson og Bjarki Jónsson, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta.
Mynd / Guðríður Helgadóttir
Líf og starf 21. maí 2024

Friðrik, Bjarki og Helga Ragna hlutu garðyrkjuverðlaun

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Garðyrkjuverðlaun voru veitt á hinni árlegu hátíðarathöfn Garðyrkjuskólans á sumardaginn fyrsta. Friðrik Baldursson, garðyrkjufræðingur og garðyrkjustjóri Kópavogs, hlaut heiðursverðlaun.

Friðrik tók við verðlaununum af forseta Íslands, hr. Guðna Th. Jóhannessyni, við hátíðlega athöfn í Garðyrkjuskólanum að Reykjum á sumardaginn fyrsta. Friðrik er fæddur og uppalinn í Kópavogi og ævistarf hans var að fegra og rækta Kópavog að því er fram kom í ræðu Guðna. „Hann nam skrúðgarðyrkju hjá þáverandi garðyrkjufulltrúa Kópavogsbæjar, Kristjáni Inga Gunnarssyni, og tók við af honum. Árið 1993 tók hann við stöðu garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar og hefur sinnt því starfi síðan. Friðrik útskrifaðist sem garðyrkjufræðingur vorið 1984 og hlaut meistararéttindi í skrúðgarðyrkju árið 1988 hjá Hermanni Lundholm. Hann lauk síðan diplómanámi í skrúðgarð- yrkjutækni frá Garðyrkjuskólanum 2005, en þar var hann í um 20 ára skeið fulltrúi í fagnefnd skrúðgarðyrkju frá árinu 1998.

Að vanda opnaði Garðyrkjuskólinn á Reykjum dyr sínar fyrir gestum og gangandi á sumardaginn fyrsta. Myndir/ghp

Friðrik var í 5 ár formaður Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra sveitarfélaga (SAMGUS) og hefur átt sæti í fjölda starfshópa er varða skrúðgarðyrkjufagið og fleira tengt garðyrkju og ræktun.

Hann hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir sín störf á löngum ferli.

Í frítíma sínum hefur Friðrik tekið saman heildaryfirlit yfir þær tegundir trjáa og runna sem hafa verið ræktaðar á Íslandi í gagnagrunninum Berki og er hann uppfærður árlega með upplýsingum um það hvar viðkomandi plöntur eru til sölu. Sambærilegt rit um fjölærar plöntur hefur einnig litið dagsins ljós. Í gegnum tíðina hefur Friðrik komið að kennslu á skrúðgarðyrkjubraut Garðyrkjuskólans og fjöldi nemenda hefur einnig verið í verknámi undir hans handleiðslu.“

Garðyrkjuframleiðendur seldu ferskar afurðir.

Af sama tilefni var Bjarka Jónssyni, eiganda Skógarafurða ehf., veitt hvatningarverðlaun garðyrkjunnar.

„Skógarafurðir er eitt af leiðandi fyrirtækjum á Austurlandi hvað varðar sjálfbærni og umhverfisstefnu. Öll framleiðslan er kolefnishlutlaus, meðal annars framleiðir það sína eigin varmaorku úr afskurði og er nú allt hráefni sem kemur í vinnsluna fullnýtt,“ segir í umsögn.

Þá var Helgu Rögnu Pálsdóttur, garðyrkjufræðingi og eiganda gróðrarstöðvarinnar Kjarrs í Ölfusi, veitt viðurkenning fyrir verknámsstað garðyrkjunnar árið 2024.

Garðyrkjuverðlaunin eru veitt árlega í samstarfi Garðyrkjuskólans, Félags skrúðgarðyrkjumeistara, Félags garð- og skógarplöntuframleiðenda, SAMGUS (Samtaka garðyrkju- og umhverfisstjóra hjá sveitarfélögum) og VOR – verndun og ræktun.

Ketilkaffið rómaða var á sínum stað.

Skylt efni: Garðyrkjuskólinn

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...